Laugardagur 22. júní, 2024
9 C
Reykjavik

Hundaeigendur áhyggjufullir vegna barins rakka – „Við reynum að fara fram á úrbætur fyrst“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við fáum náttúrulega mjög mikið af ábendingum til okkar. Við reynum að flokka þær eftir alvarleika því þetta hefur sífellt verið að aukast,“ sagði Konráð Konráðsson, héraðsdýralæknir Matvælastofnunnar, í samtali við Mannlíf í gær. Fyrr í vikunni hafði  Mannlífi borist ábending vegna vanrækslu rakka, sem fólk hafði töluverðar áhyggjur af. Samkvæmt heimildum Mannlífs hefur málið verið tilkynnt oftar en tvisvar sinnum til MAST. Þrátt fyrir það er rakkinn enn hjá eiganda sínum sem er sakaður um að berja hundinn og beita hann harðræði.

Konráð taldi líklegt að búið væri að skoða málið en gat hann ekki tjáð sig um einstök mál. Sagði hann sum mál leysast strax en öðrum þyrfti að fylgja eftir og fara með „alla leið“.
„Við höfum fengið ábendingar um svona barsmíðar á gæludýrum í gegnum tíðina,“ sagði hann og bætti við að ef slík meðferð á dýrum sé sönnuð endi það með sekt. Aðspurður hvað þurfi að gerast til þess að gæludýr séu fjarlægð af heimilinu segir hann það fara eftir aðstæðum. „Við reynum að fara fram á úrbætur fyrst áður en eitthvað er gert, nema aðstæður krefjist þess að það sé strax gripið til aðgerða, það hefur svo sem komið fyrir líka.“
Konráð segir ábendingar sem berast Matvælastofnun hafa aukist.
„Það er að færast í aukana já ábendingarnar til okkar, þær geta orðið ansi margar já.“ Tók Konráð saman meðaltal ábendinga sem berast Matvælastofnun fyrir ekki svo löngu síðan. Sagði hann fjöldann vera um það bil ein ábending á dag, sem varðar velferð gæludýra. Því  reyni þau að flokka ábendingar eftir alvarleika. Kvaðst hann að lokum ætla að skoða mál hundsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -