Þriðjudagur 23. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Hverfisbúar brjálaðir út í krakkaorma vegna flugelda: „Dauðvorkenni fólki með ungabörn og gæludýr“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Grafarvogsbúar eru brjálaðir út í ungmenni sem sprengja flugelda í hverfinu í tíð og ótíma. Sumum íbúunum finnst grunsamlegt allt flugeldamagnið sem sprengt hefur verið síðustu daga.

Selma nokkur, íbúi í Grafarvogi, stofnar til umræðu inni á hverfishópi á Facebook. „Tuðarinn mættur. En annar dagur flugeldasölu og annað kvöldið sem þessar þvílíku hvell bombur sem einhverjir krakka ormar eru að sprengja. Fyrir utan að þetta er alveg óþolandi er ég skít hrædd um að einhver eigi eftir að slasa sig. Dauðvorkenni líka fólki með ungabörn og gæludýr. Ég er skíthrædd um að það að einhver gæti slasað sig. Allavega skemmt í sér heyrnina miðað við hvellina. Bara svona ef þið eigið krakka orma sem gæti verið að fikta með flugelda í guðana bænum ræðið við þau,“ segir Selma.

Viktor hefur líka fengið nóg af sprenginunum. „Þeir eru að bomba upp núna í undirgöngum við skólann…þetta er ekkert lítið þreytt,“ segir Viktor.

Sigrún skilur ekkert í öllu þessu flugeldamagni sem sprengt hefur verið undandarið. „Bomburnar hérna í Vikurhverfinu voru þannig í gærkvöld að þetta geta ekki hafa verið börn að verki. Þetta var nánast eins og flugeldasýning í Ljósuvikinni og eitthvað segir mér að þar hafi verið að verki fólk sem er annað hvort að selja fyrir einhvern og fengið frítt eða mjög ódýrt. Ég styrki Björgunarsveitir en þetta var á allt öðrum skala en fólk hefur yfirleitt efni á. Gamlárskvöld bara tekið fyrirfram, og alltof mikið. Ég hef ekkert á móti smá fyrirfram, en þetta er bara fáránlegt,“ segir Sigrún.

Guðbrandur nokkur er hins vegar á því að umræðan leiði bara til frekari sprenginga. „Það verður tekið á því næstu nótt fyrst þið eruð að tuða,“ segir Guðbrandur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -