Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

„Hvernig getur staðið á því að dýrasti rétturinn á matseðli Íslands sé fiskmeti?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Óhætt er að segja að leiðari Aðalheiðar Ámundadóttur, fréttastjóra Fréttablaðsins og fyrrverandi framkvæmdastjóri flokks Pírata, sem hún skrifaði í blaðið á dögunum hafi vakið mikla athygli og eru menn misánægðir með skrif hennar.

Aðalheiður er andvíg strandveiðum og segir hún, í grein sinni, þær vera úreltan atvinnuveg sem lítil verðmæti séu í samanborið við ferðamennsku:

Sum fyr­ir­bær­i eru þann­ig að þótt öllu hugs­and­i fólk­i að hljót­i að vera ljóst að um full­komn­a vit­leys­u sé að ræða, dett­ur fáum í hug að færa þann sann­leik­a í orð. Eitt þess­ar­a fyr­ir­bær­a eru strand­veið­ar. Þær eru róm­ant­ísk­ar og upp­hefj­a karl­mennsk­un­a í nú­tím­a sem hef­ur gert ó­þarf­an hinn raun­ver­u­leg­a öld­u­stíg­and­i ís­lensk­a sjó­mann.
Eða hvor er meir­i hold­gerv­ing­ur karl­mennsk­unn­ar; skeggj­að­i trill­u­karl­inn eða hipsterinn sem stýr­ir hval­a­skoð­un­ar­bátn­um? Hið sann­a er að við­skipt­a­vin­ur hipsterans er marg­falt verð­mæt­ar­i fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag. Ekki að­eins í krón­um tal­ið, því á með­an við­skipt­a­vin­ur hipstersins yf­ir­gef­ur land­ið upp­num­inn af því sem land­ið okk­ar hef­ur upp á að bjóð­a – sem hverg­i er feg­urr­a en und­an strönd­um lands­ins – fær við­skipt­a­vin­ur trill­u­karls­ins orm­ét­inn þorsk­titt og skil­ur ekk­ert í upp­hafn­ing­unn­i á ís­lensk­um sjáv­ar­af­urð­um.“

Glúmur svarar

Glúmur Baldvinsson, sem mun leiða Frjálslynda lýðræðisflokkinn í Reykjavík suður í komandi alþingiskosningum, er einn af þeim sem talað hefur gegn pistli Aðalheiðar og spyr hví það megi ekki vera réttur fólks að veiða þegar það vill.

„Íslendingar eru sjómenn frá fornu fari. Fiskurinn umhverfis landið hefur verið okkar ær og kýr í heila öld. Við búum við hafið. Við svo búið sest niður píratakona og finnur frjálsum strandveiðum allt til foráttu.
En þá spyr ég spurninga.
1. Af hverju má það ekki vera réttur sérhvurs Íslendings að róa og fiska hvenær sem honum sýnist? Sjálfsögð mannréttindi mundi ég ætla.
2. Hver er áhættan að gefa strandveiði frjálsa? Ofveiði? Ekki sjens. Þótt við fengjum alla smábáta Evrópu á okkar mið gætu slíkar duggur ekki ofveitt. Ekki fræðilegur möguleiki. Veiðigetan er ekki til staðar.
3. Af hverju kostar kaffi nánast ekkert í Brasilíu? Af því þeir eiga mikið kaffi. En af hverju erum við neyddir til að borga morðfé fyrir þorsk í landi sem á ekkert nema þorsk? Hvernig getur staðið á því að dýrasti rétturinn á matseðli Íslands sé fiskmeti?
Það er með ólíkindum. Ástæðan er gjörspillt sjávarútvegskerfi í höndum hinna fáu ofurríku og bann á frjálsum strandveiðum þeirra sem vilja bjarga sér og lifa á landsins gæðum. Think about it.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -