Fimmtudagur 10. október, 2024
2.4 C
Reykjavik

Ingunn Lára vinnur Nútímann: „Á sama tíma það versta og besta sem ég hef lent í”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ingunn Lára Kristjánsdóttir blaðamaður á Fréttablaðinu vann í gær dómsmál gegn Gebo ehf., sem á og rekur vefmiðilinn Nútíminn.

Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær var félagið dæmt til að greiða henni 174.157 krónur auk dráttarvaxta frá 1. mars 2019 og 600.000 krónur í málskostnað.

Mynd / Skjáskot

Ingunn starfaði í viku á Nútímanum í fyrra og gekk þaðan út eftir að henni voru boðnar 17.000 kr. fyrir 58 klst. vinnu þá vikuna (venjuleg vinnuvika er 40 klst.).

Ingunn Lára tjáir sig um málið í færslu á Facebook og segir mikinn sigur hafa náðst í dag eftir ár af óvissu. Segir hún öll samskipti við vinnuveitendur á Nútímanum hafa verið óskýr og óþægileg.

„Málið er þó skýrt: á Nútímanum er stunduð gerviverktaka. Málið mitt er fordæmagefandi og héraðsdómur hefur nú dæmt að greiðslukerfi þeirra: „Króna fyrir klikk“ er ólögmæt. Ég vona að allir núverandi starfsmenn þeirra sjái þetta,“ segir Ingunn Lára, sem segist aldrei hafa samþykkt þetta kerfi, heldur einfaldlega verið boðið starf þar sem henni var lofað góðum kjörum og myndin máluð öðruvísi upp en kom síðar í ljós. Segist hún hafa tekið starfinu með því skilyrði að viðtal yrði tekið um starfið og hún skráð sem launþegi. „Ég fékk hins vegar aldrei það viðtal og ég fékk aldrei að sjá samning.“

Segir hún að vinnuveitandi hennar hafi klikkt út með setningunni: „Þetta er bara kerfið okkar sem virkar. Við höfum séð allt of marga fjölmiðla fara á hausinn. Ef þú vilt eitthvað annað, farðu þá bara yfir á Fréttablaðið.“ Og þar hefur Ingunn Lára einmitt starfað í eitt ár og þakkar því Nútímanum fyrir það versta og á sama tíma það besta sem hún hefur lent í.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -