Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.8 C
Reykjavik

„20. janúar: Dagurinn þar sem íslenska lögreglan ákvað að eyðileggja líf“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ofbeldi sem aldrei má gleymast!! 20 Janúar. Dagurinn þar sem íslenska lögreglan ákvað að eyðileggja líf mitt. Þessi sama lögregla og nú á að fá rafbyssur réðst á 6-7 ljósmyndara á þessum degi og fór ég að því virðist verst út úr því.“

Þetta segir Kristján Logason ljósmyndari á Facebook og deilir jafnframt myndunum sem sjá má hér fyrir neðan og ofan. Hann segir lögregluna engan veginn hæfa til að bera rafbyssur, líkt og stefnt er að. Kristján heldur áfram:

„Ég hef síðan keyrt mótorhjól inn í hlið á bíl og slasað mig. Ég hef fallið í jökulsprungu og slasað mig. Brotið bein og skaðað mig á ýmsan hátt en annan eins sársauka og eftir piparúðan hef ég aldrei fundið.“

Kristján segist aldrei muna fyrirgefa lögreglunni þetta. „Þið sem haldið að lögregla sé hæf í að fara með rafvopn, minnist þess sem gerðist þennan dag. Þar var lögreglu sigað sem hundum á fólk og sérstaklega ljósmyndara. Hver gaf þá skipun og af hverju lögreglumenn hlýddu henni hefur aldrei komið fram og menn reyna að fela sem mest.  Ég mun minna ykkur á þetta ofbeldi á meðan ég lifi enda umturnaði það lífi mínu og endaði það næstum því. Mun ég einhvern tímann fyrirgefa þennan verknað. NEI ALDREI. Ofbeldi af hálfu hins opinbera má aldrei fyrirgefast eða gleymast,“ segir Kristján.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -