Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

71 árs gamall maður handtekinn fyrir þjófnað á tæplega þrjú þúsund LEGO leikföngum – MYNDIR

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það blasti ótrúleg sjón við lögreglumönnum í Long Beach í Los Angeles í síðustu viku þegar þeir réðust til atlögu að heimili Richard Siegel en grunur lék á að hann væri að selja þýfi.

Þegar lögreglumenn framkvæmdu leit á heimilinu kom í ljós að hinn 71 árs gamli Bandaríkjamaður hafði stolið 2800 óopnuðum LEGO kössum í samstarfi við Blanca Gudino. Hin 39 ára gamla kona sá um þjófnaðinn sjálfan og fór svo með þýfið til Siegel en hann sá um að geyma það og selja á netinu. Eins og einhverjir eflaust vita þá eru LEGO leikföng nokkuð dýr en talið er að margir kassanir sem fundust heima hjá Siegel hafi kostað mörg hundrað þúsund í endursölu hans. Lögreglan hafði haft þau undir rannsókn í marga mánuði þegar látið var til skara skríða.

Búið er að ákæra þau bæði og bíða þau réttarhalda.

img-0587.jpg

20240605-143707.jpg

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -