Sunnudagur 16. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Ágúst greindist 27 ára með ristilkrabbamein: „Hafði enga trú á að nokkuð gæti gengið upp héðan af“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nýjasti gestur bræðranna Gunnars og Davíðs Wiium í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsið er hann Ágúst Kristján Steinarsson stjórnunarráðgjafi, tónlistarmaður, fyrirlesari og rithöfundur. Ágúst er með langa sögu af geðkvillum sem og baráttu við krabbamein sem þeir tóku púlsinn á í þættinum. Hér er brot úr viðtalinu.

Magabólgur sem breyttust í krabbamein

Ágúst greindist með ristilbólgur eftir tíðar heimsóknir á klósettið en aðeins 27 ára fékk hann krabbamein í ristilinn sem varð til þess að hann var fjarlægður og gengur hann með stóma í dag.

„Mér var sagt það mjög snemma að sárar bólgur gætu leitt til krabbameins.“ sagði Ágúst við þá Wiium bræður en aðspurður út úr magabólgurnar, hvort þær hafi komið vegna áfalla eða tengdust tilfinningalífinu á einhvern hátt svaraði hann: „Ég hef alveg spurt mig að þessu, hef snúið þessu við, ef ég hefði fengið hjálpina sem ég fékk í Danmörku [Innskot blaðamanns: vegna maníu sem hann var greindur með] þegar ég var 19 ára, hvernig hefði lífið orðið þá? Þannig að já, tilfinningar, taugar, heilinn, þetta tengist allt saman. Við vitum það núna, það var ekki vitað þá.“

Ágúst sagði að það hefði verið mikið sjokk fyrir 27 ára gamlan mann að greinast með krabbamein. „Ég átti þarna eins árs gamla dóttur og hugsaði bara „hvað er nú að gerast? Mun hún missa mig?“ en svo viku seinna er ég mættur undir hnífinn og er skorinn upp. Og nú er ég með stóma“

Bræðrunum vakti mikil forvitni á að vita hver verkfræðin í kringum þetta væri og spurðu hann spjörunum úr og mest fannst þeim til þess koma að það væri einfaldlega búið að sauma fyrir rassinn enda ekki lengur í notkun þökk sé þessari snilldar verkfræði læknavísindanna.

- Auglýsing -

„Í mínu tilfelli er búið að fjarlægja ristilinn og smágirnið kemur út úr magann, það kemur bara svona stautur út og svo plata og poki yfir. Svo fyllist pokinn og ég losa úr honum að neðan.“

Ágústi fannst erfitt fyrst um stund að fara í sund en svo vandist þetta og miðað við það vesen sem hann hafði verið í varðandi meltinguna, er þetta allt annað líf og lífsgæði.

 

- Auglýsing -
Ágúst á auglýsingu

Hafði enga trú á að eitthvað gengi upp

Ágúst Kristján segist hlakka til að fagna 10 árum af „frelsi frá sjúkrahúsinu“ en hann segist hafa verið meira og minna á sjúkrahúsi í 14 ár [Innskot blaðamanns: vegna maníu og meltingavandræða]. „Það að ég sé hér í dag og á þessum stað er kraftaverk. Ég kom út úr þessum veikindum alveg hreinn en brotinn. Ég var ný skilinn, mér var sagt upp starfi út af öllu havaríinu og vit-laus. Ég hafði enga trú á mér til framtíðar. Ég hafði enga trú á að nokkuð gæti gengið upp héðan af. Þetta gekk í tvö ár, þar sem ekkert gekk upp. En svo gerðist ég jöklaleiðsögumaður og var að leika mér í raun, með ferðamönnum, með leiðsögumönnum, með jöklum og fjöllum. Og ég í raun hlóð bara batteríin í tvö ár.“

Ágúst fór svo að starfa sem stjórnunarráðgjafi og smá saman tók hann lífið fastari tökum og kom sér á þann stað sem hann er á í dag.

Forðast að leggja línurnar

Að lokum spurði Gunnar Ágúst ráða, varðandi hvað við þurfum að gera til að viðhalda góðu andlegu jafnvægi.

„Ég forðast það að leggja línurnar. En frá mínum bæjardyrum skal ég láta vaða. Það sem ég er að leitast við að gera er að vera í eigin flæði, eigin takti. Ég ætla ekki að láta aðra stjórna því hvernig ég lifi. Þannig er ég sjálfstætt starfandi og get bara hagað mér eins og ég vil. Eins og til dæmis ef ég finn fyrir lítilli orku þá get ég bara hvílt mig og ekki mætt í dag. Það er bara minn taktur þann daginn. Svo reyni ég að hafa allt í hófi, hversu mikið álagið er og ég skal alveg viðurkenna að ég er ekki alltaf sá duglegastur í því. Svo er það svefn, hreyfing, næring, nærandi samskipti og það að hafa eitthvað outlet, eins og mitt er, sem ég get alltaf treyst á, er að fara í gufu og svo kalda pottinn, þá er ég góður. Ég get bara núllstillt mig þar. Og líka að fara upp í fjöll og á skíði og fleira. Stundum gleymi ég mér og það er alveg augljóst að ég er kominn á erfiðan stað, þá þarf ég bara að henda mér upp á fjall.“

Þennan einlægja og afslappaða þátt má sjá í heild sinni á spilaranum hér fyrir neðan sem og að Þvottahúsið má finna á öllum helstu streymisveitum, spotify meðal annars. 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -