Laugardagur 27. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Albert ekki valinn í landsliðið: „Við þurfum að leyfa lögreglunni að rannsaka málið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa, er ekki í nýjum landsliðshópi.

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er ekki í nýjum landsliðshópi Íslands í fótbolta en hópurinn var kynntur fyrr í dag. Albert var nýverið kærður fyrir kynferðisbrot og banna reglur KSÍ að hann sé valinn til að spila fyrir hönd Íslands. Landsliðsþjálfari Íslands, Age Hareide, svaraði spurningum blaðamanna um Albert á blaðamannafundi fyrr í dag.

„Ég hef talað við leikmanninn og útskýrt fyrir honum reglurnar. Við þurfum að líta í aðrar áttir án Alberts. Hann veit hvernig reglurnar eru og verður ekki valinn í þessa tvo leiki,“ sagði Hareide úm málið.

„Albert skilur reglur sambandsins. Ég er vonsvikinn að svona skuli koma upp en þetta er ekki í mínum höndum. Ég talaði við leikmennina í kvöldverðinum eftir leikinn á móti Portúgal og hrósaði þeim fyrir þeirra vinnu. Albert var einn af þeim sem lagði mest á sig fyrir liðið. Ég sagði við hina leikmennina að við þurfum að einbeita okkur að fótboltanum og við þurfum að leyfa lögreglunni að rannsaka málið. Það má ekki hafa áhrif á okkur. Við þurfum að finna nýja leikmenn í staðinn.“

„Þetta er ekki í mínum höndum, eins og ég segi. Ég er ráðinn til að vera þjálfari og ég einbeiti mér að fótboltanum. Ég fylgi reglum sambandsins. Ég hringdi í Albert og sagði honum frá stöðunni. Hann sætti sig við það,“ sagði Hareide.

Fótbolti.net greindi frá.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -