Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Albert snýr aftur í íslenska landsliðið eftir kæru – Rúnar skilinn eftir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tilkynnt var í gær um þá leikmenn sem verða í íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu sem mætir Ísrael þann 21. mars næstkomandi í umdeildum leik.

Albert Guðmundsson snýr aftur eftir að hafa ekki mátt spila eftir að hafa verið kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar en málið hefur nú verið fellt niður og má því Albert spila fyrir hönd Íslands. Þó gæti svo farið að Alberti verði vísað úr hópnum en konan sem kærði Albert getur ennþá áfrýjað niðurfellingu málsins. Sumum sparkspekingum þótti leiðinlegt að sjá að Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Vals, hafi ekki verið valinn en Gylfi hefur ekki spilað knattspyrnuleik á þessu ári og var það uppgefna ástæðan fyrir fjarveru hans í hópnum. Þá situr markmaðurinn Rúnar Alex Rúnarsson eftir með sárt ennið en flestir höfðu reiknað með honum í hópnum.

Hægt er að sjá hópinn sem valinn hefur verið hér fyrir neðan

Markmenn:

Elías Rafn Ólafsson – CD Mafra
Hákon Rafn Valdimarsson – Brentford
Patrik Sigurður Gunnarsson – Viking FK

Varnarmenn:

Guðmundur Þórarinsson – OFI Crete
Alfons Sampsted – FC Twente
Guðlaugur Victor Pálsson – K.A.S. Eupen
Hjörtur Hermannsson – Pisa SC
Sverrir Ingi Ingason – FC Midtjylland
Daníel Leó Grétarsson – Sonderjyske Fodbold
Kolbeinn Birgir Finnsson – Lyngby Boldklub

- Auglýsing -

Miðjumenn:

Jóhann Berg Guðmundsson – Burnley
Ísak Bergmann Jóhannesson – Fortuna Düsseldorf
Willum Þór Willumsson – Go Ahead Eagles
Arnór Sigurðsson – Blackburn Rovers
Mikael Neville Anderson – AGF
Mikael Egill Ellertsson – Venezia FC
Jón Dagur Þorsteinsson – OH Leuven
Kristian Nökkvi Hlynsson – AFC Ajax
Hákon Arnar Haraldsson – LOSC Lille
Arnór Ingvi Traustason – IFK Norrköping

Sóknarmenn:

- Auglýsing -

Orri Steinn Óskarsson – FC Köbenhavn
Andri Lucas Guðjohnsen – Lyngby Boldklub
Albert Guðmundsson – Genoa CFC
Alfreð Finnbogason – K.A.S. Eupen

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -