Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Álftir frjósa fastar í tjörnum: „Er eitthvað hægt að gera til að hjálpa þessum greyjum?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Svo kalt er í veðri þennan frostavetur að álftir eru farnar að frjósa við tjarnir.

Áhyggjufull kona skrifaði færslu inn á íbúahóp Reykjanesbæjar á Facebook þar sem hún birti myndir af álftum sem frosið höfðu fastar við tjörn í bænum. Þar sést fólk reyna að hjálpa greyjunum en ein álftin virtist hafa losas sig sjálf en stóð eftir blóðug.

Í færslunni skrifaði konan: „Er eitthvað hægt að gera til að hjálpa þessum greyjum? Þær eru að festa sig í klakanum. Við horfðum á þær sulla í pollinum, stíga upp á klakann og festast… þær ss eru mikið að festa fjaðrirnar á bringunni á klakanum.. það þurfti að hafa þónokkuð fyrir því að losa þessa en núna eru þær allar komnar langt út á svo við sjáum ekki alveg hvort þær eru lausar eða einhverjar fastar þar en þær voru ítrekað að festa sig þarna í allan dag…. hræðilegt að horfa upp á þetta.“

Þá birti konan ljósmynd af álft sem virðist hafa rifið sig lausa en hún blóðug að sjá. Önnur kona segir það eina sem henni dettí hug til að stemma stigu við þessu, sé að sanda vel í kring.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -