- Auglýsing -
Lögreglan í Vestmannaeyjum biðlar til íbúa Vestmannaeyja að halda sig heima við. Mikil úrkoma hefur verið á svæðinu. Sökum skyggnis hafa ökumenn snjóruðningstækja ekki náð að sinna störfum sínum. Hér að neðan má sjá færsluna í heild:
Nú er götur ófærar í Vestmannaeyjum og lögregla biðlar til fólks að vera heima. Skyggni er ekki gott og snjóruðningstæki komast ekki strax af stað.
Hvetjum fólk til að vera heima og hafa það notalegt með fjölskyldunni.