Föstudagur 29. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Álykta gegn lokun Borgarskjalasafnsins: „Lykilstofnun þegar kemur að varðveislu opinberra skjala“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stjórn Félags héraðsskjalavarða á Íslandi kom saman til fundar í gær og í kjölfarið var eftirfarandi ályktun um málefni Borgarskjalasafns Reykjavíkur samþykkt samhljóða af stjórninni:

Stjórn Félags héraðsskjalavarða á Íslandi lýsir yfir áhyggjum sínum vegna þeirrar tillögu borgarstjóra að loka Borgarskjalasafni Reykjavíkur.

Borgarskjalasafnið á sér langa og merka sögu og er lykilstofnun þegar kemur að varðveislu opinberra skjala Reykjavíkurborgar, stofnana borgarinnar og fyrirtækja. Þó lög heimili að slík skjöl séu varðveitt á Þjóðskjalasafni Íslands eru þau betur komin á sérhæfðu safni sem varðveitir, miðlar og veitir aðgang að þeim í samræmi við þarfir, væntingar og metnað borgarinnar til þjónustu við íbúa og skilvirkni stjórnsýslunnar. 

Þá eru ótalin þau fjölmörgu einkaskjalasöfn sem varðveitt eru í Borgarskjalasafni, en varsla þeirra til framtíðar, sem og áframhaldandi söfnun slíkra skjala, er sett í algjört uppnám með þessari tillögu.

Stjórn Félags héraðsskjalavarða á Íslandi telur einnig ástæðu til að efast um að tillaga borgarstjóra leiði af sér neina verulega fjárhagslega hagræðingu þar sem Reykjavíkurborg, stofnanir borgarinnar og fyrirtæki munu eftir sem áður bera ábyrgð á og greiða kostnað af frágangi og varðveislu skjala sinna í Þjóðskjalasafni Íslands. Skorað er á Reykjavíkurborg að opinbera þær fjárhagslegu forsendur sem tillagan byggir á svo að fram megi fara opin og hreinskiptin umræða um þær með aðkomu sérfræðinga á sviði skjalavörslu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -