Laugardagur 7. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Andri Lucas keyptur til Belgíu – Dýrastur í sögunni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu Andri Lucas Guðjonssen hefur verið seldur frá danska liðinu Lyngby til Gent en liðið spilar í belgísku úrvalsdeildinni og lenti í 7. sæti á seinasta tímabili. Andri fetar þar með í fótspor Eiðs Smára og Arnórs sem eru faðir og afi Andra en þeir léku báðir á sínum tíma í belgísku úrvalsdeildinni.

Stjarna Andra hefur heldur betur risið undanfarið en á seinasta tímabili skoraði hann 15 mörk í 33 leikjum fyrir Lyngby. Þá hefur Andri einnig spilað 22 landsleiki fyrir Ísland og skorað sex mörk í þeim leikjum.

Talið er að Gent hafi borgað þrjár milljónir evra fyrir Andra en Lyngby hefur aldrei áður selt leikmann á svo háu verði og skrifaði Andri undir fjögra ára samning.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -