Fimmtudagur 5. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Anna kærði hundaeigendur til MAST: „Vesalings hundurinn var enn í búrinu í steikjandi sól“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Áhyggjufull kona kærði hundaeiganda til Matvælastofnunar eftir að hafa séð hundinn í steikjandi hita í litlu búri án vatns og ekki í fyrsta skipti.

Anna nokkur birti í gær ljósmynd af hundi í pínulitlu búri úti við, í Facebook-hópnum Hundasamfélagið. Var hún að biðja um ráð því hún var ekki viss hvað hún ætti að gera. Hún hafði áður rætt við eigendur hundsins um að skilja hundinn ekki eftir umsjárlausan í litlu búri án aðgangs að vatni og höfðu þeir hlustað. Í gær, þremur vikur síðar, sá hún hundinn hins vegar aftur kominn í litla búrið en í gær var mikill hiti á höfuðborgarsvæðinu en hundurinn ku vera í Garðabænum.

Eftirfarandi færslu skrifaði hún:

„Heil og sæl dýravinir. Ég hef áður sagt frá þessari séffertik sem er vistuð í litlu búri út á bílaplani eigenda. Ég var búin að tala við eigendur um að ekki skilja hundinn eftir umsjárslausan í litlu búri án vatns og skugga fyrir sólinni. Í nokkrar vikur virtist allt vera komið í lag. Í dag kom ég snemma heim eða um 3 og keyri framhjá tíkinni inn í búri í steikjandi sól án vatns eða skugga. Ég varð fokreið. Ég kom aftur kl 5 og þá var vesalings hundurinn enn í búrinu í steikjandi sól. Korteri seinna keyrði ég að húsinu en þá var búið að taka tíkina. Það hafði sem sagt ekki varanleg áhrif að skammast á meðferð á hundinum. Nú dettur mér í hug að kæra þau til MAST. Er einhver hér með betri tillögu?“

Færslan vakti gríðarlega athygli en fjölmargir skrifuðu athugasemdir við hana og voru á einu máli, hún ætti að kæra málið til MAST. Sem hún og gerði.

„MAST hringdi í mig. Þau ætla að taka á þessu strax,“ skrifaði Anna og samglöddust henni margir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -