Þriðjudagur 23. apríl, 2024
11.1 C
Reykjavik

Arna telur að Jesú hafi staðið með trans fólki: „Hann tók aldrei neinn minnihlutahóp fólks fyrir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í gær var ekki aðeins páskasunnudagur heldur var einnig alþjóðlegur dagur sýnileika trans fólks. Umræðan um trans fólk hefur sjaldan verið meira en undanfarið hálft ár og telja margir að bakslag hafi orðið í hegðun og orðræðu gagnvart trans fólki bæði hérlendis og erlendis. Þá hafa íslensku samtökin Samtökin 22 verið sökuð um vera haturssamtök gegn trans fólki en þau segjast vera hagsmuna samtök fyrir samkynhneigt fólk á Íslandi.

Í pistli sem Arna Danks birti í gær ræðir hún það bakslagið, trans fólk og Jesú en Arna er leikkona, áhættuleikstjóri, kennari, meistaranemi í Kynjafræði og trans kona.

Það er viðeigandi að í ár skuli þessi dagur koma upp á Páska sunnudegi þar sem við minnumst upprisu Jesú Krists og þann kærleik sem hann stóð fyrir, en undanfarin fimm ár hefur ofbeldi og árásum gegn trans fólki aukist í Bretlandi um tæp 200% og talið að sú prósenta sé enn hærri í mörgum fylkjum BNA þar sem mannréttindi trans fólks er fótum troðin og þetta í all flestum tilfellum gert í nafni þeirrar trúar sem er kennd við Jesú Krist,“ skrifar Arna í pistlinum sem birtist á Vísi.

En hvað með Jesú?

„En hvað segir svo Biblían okkur um hvað Jesú sagði um trans fólk? Nákvæmlega ekkert! Hann tók aldrei neinn minnihlutahóp fólks fyrir og talaði ávallt á þeim nótum að allt fólk var þar undir,“ heldur meistaraneminn áfram.

„Trans fólk er um 1% af mannkyni og verður fyrir meira aðkasti og hatri en nokkur annar minnihlutahópur, þegar á heildina er litið, og trans fólk á Íslandi fær alveg sinn skerf af þessu hatri, þó vissulega höfum við það mun betra en trans fólk víða annars staðar og ég er þakklát fyrir að búa í landi þar sem ríkir trúfrelsi, lýðræði og í grunninn þjóðfélagsleg sátt um að virða mannréttindi allra, burtséð frá aldri, kyni, kynvitund, kynhneigð, líkamlegu og andlegu atgervi (t.d. líkamlegri og/eða andlegri fötlun), trú, húðlit eða uppruna viðkomandi,“ skrifar Arna.

Þreytandi áreitni

„Trans fólk er til, hefur alltaf verið til og mun alltaf vera til og sú mýta að við erum á einhvern hátt full af eftirsjá, vonbrigðum og þunglynd er röng, þrátt fyrir að það að verða fyrir endalausri áreitni tekur vissulega sinn toll, ásamt því að margt trans fólk ólst upp við að vera neytt til að afneita sjálfu sér og búa því við andlegt mein þess vegna, en ekki vegna þess að það er trans,“ en mikil aukin hefur verið í þeirri umræðu að trans fólk sé nýtt af nálinni.

„Svo langar mig að enda þetta á trúarlegum nótum í anda þeirrar barnatrúar sem ég ólst upp við, þegar lítið barn, dreymdi draum um svartan Jesú sem tók í hönd þess og sýndi því lífsins blóm og sagði: „lífsins blóm eru hjörtu mannanna og þegar hjörtu mannanna deyja, þá deyja lífsins blóm“ – Þetta er kærleikurinn sem býr í okkur öllum, burtséð frá trú eða trúleysi og eins og yngsti sonur minn orðaði það svo fallega: „Öll erum við eilífðarblóm“

- Auglýsing -

Gleðilega Páska og til hamingju með sýnileikadag trans fólks,“ skrifar leikkonan að lokum

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -