Miðvikudagur 11. september, 2024
5.8 C
Reykjavik

Arnar Eggert sniðgengur Eurovision: „Hildarleikurinn og sturlunin á Gaza blasir við öllum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Poppfræðingurinn Arnar Eggert Thoroddsen hefur ekki lyst á að skrifa um Eurovision í ár.

„Ég hef verið að skrifa um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Morgunblaðið í áratugi. Reit t.d. opnugrein um fatatízkustrauma í keppninni eitt sinn, geri aðrir betur!“ Með þessum orðum hefst Facebook-færslua Arnars Eggerts Thoroddsen tónlistarfræðings sem lengi hefur frætt landann um tónlist í allri sinni mynd. Segist hann í færslunni vera afar fylgjandi Eurovision keppninni enda sé „poppfræðilega mikilvægið“ algjört í hans huga.

„Og gaman hef ég af þessu tónlistarlega fyrirbæri og er afar fylgjandi keppninni. Poppfræðilega mikilvægið er algert í mínum huga, það er hreinlega sálarupplyftandi að hlusta á misgóð popplög með fjölskyldu og vinum og grínast og gantast með þetta allt saman. Lifa sig inn í gleðina, vera alvarlegur, léttur og allt þar á milli. Dægurtónlist, veri það grjóthart rokk eða fislétt popp skiptir máli, býr yfir gildi og hefur áhrif eins og ég skrifað um í óteljandi pistlum og greinum, á blaðamannavettvangi eða sem félags- og dægurtónlistarfræðingur í Háskóla Íslands. Lýðheilsugildið er skýrt.“

Arnar Eggert segist hins vegar hafa sagt sig frá öllum skrifum um Eurovision árið 2019.

„Árið 2019, er keppnin var haldin í Ísrael, sagði ég mig hins vegar frá öllum skrifum. Ástæðan þá var að sjálfsögðu aðkoma Ísrael að keppninni og hvernig landið nýtti hana meðvitað í menningarlegan hvítþvott. Allt tal um að söngvakeppninni ætti að halda utan við pólitík, sem er göfugt markmið, var gert að hjómi af gestgjöfunum sjálfum.
Sama er uppi á teningnum í ár hjá mér. Ég skrifaði ekki um íslensku lögin, eins og ég geri alltaf (sem er synd, því að keppnir eins og þessar eiga m.a. að þjóna þeim tilgangi að hreyfa við sköpunarþróttinum) og mun sniðganga aðalkeppnina.“

Að lokum segir Arnar Eggert að ástæðurnar fyrir sniðgöngu sinni í ár blasa við. „Ég þarf ekki að fara í saumana á ástæðunum, þær blasa við. Fyrst og fremst hef ég einfaldlega ekki lyst á að koma nálægt þessu og fæ kvíðahnúta fremur en fiðrildi í magann þegar ég hugsa til Eurovision. Hildarleikurinn og sturlunin á Gaza blasir við öllum sem vilja sjá og skilja og að ætla að stíga gleðidans með fulltrúum þess ríkis sem að honum stendur gengur engan veginn upp í mínum huga.

Mín lóð eru afskaplega léttvæg í stóra samhenginu en hér eru þau samt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -