Sunnudagur 16. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Arnar botnar ekkert í landbúnaðarkerfinu: Neytendum boðið upp á happdrætti í kjötgæðum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Arnar Sigurðsson, víninnflytjandi hefur talað fyrir breyttu samkeppnisumhverfi þegar það það kemur að landbúnaðarvörum. Arnar rekur fyrirtækið Sante sem flytur inn handverksvín frá Frakklandi. Hann hefur einbeitt sér að víninnflutningi með vínum sem flokkast á miðju verðskalans og koma frá Burgundy og Champagne héraði. Hann hefur verið að fást við þessa iðju í frístundum frá 2010, en í atvinnuskyni frá 2014. Það sem rekur hann áfram er mikill vínáhugi, en hann heillast mest af svokölluðum handverksvínum sem eru að hans mati í senn fágæt og hafa til að bera karakter sem lýsir sér í fjölþættum blæbrigðum.

„Þau eru í senn tengd upprunaekru auk þess þar sem veðurfar skiptir miklu máli. Slík vín eru jafnframt það sem kallast á veiðimannamáli ,,skotmark á hreyfingu” þar sem vínin batna við geymslu. Það getur því verið margra ára bið eftir því að vita hversu vel tókst til. Í öllum löndum eru framleiddar landbúnaðarafurðir á öllum skala, allt frá lélegu og upp úr. Sem dæmi er til urmull af lélegum vínum frá Frakklandi þó svo að mörg af bestu vínum heims komi einmitt þaðan“.

Lítill hluti af lambakjöti í efsta flokki

Arnar telur að íslenskur landbúnaður hafi möguleika á að keppa á forsendum gæða en ekki magns, en það sé í rauninni ekki til neitt sem heitir ,,íslenskur landbúnaður”. Sem dæmi er lítill hluti af lambakjöti sem ætti að vera í efsta flokki (skv. Europe flokkunarkerfi) og ætti að kosta meira, en það sem síst er. Bændur þyrftu svo að byggja upp sitt vörumerki, en ekki hverfa á bakvið vörumerki samlagshúsa. Í verslunum er hins vegar engin greinarmunur gerður á gæðum. Ef þeir sem stýra landbúnaðarkerfinu hér á landi tækju við í Frakklandi, yrði líklega framleitt eitt rauðvín og eitt hvítvín án upprunamerkingar.

Gamlar klisjur

Arnar segist ekki skilja það hvers vegna umræðan er í skotgröfum. Íslenskur landbúnaður: Já eða Nei? Honum finnst nauðsynlegt að hugsa út fyrir þá stefnu sem yfirvöld hafa haldið til streitu og hafa að hans mati fært skattgreiðendum 16 milljarða reikning árlega. Hann talar um að þessi stefna hafi haldið bændum í fátæktargildru, en ráðuneytum og embættismönnum áhyggjulausum ævikvöldum. Í umræðuna vanti sérstakar úrbætur en ekki bara gamlar klisjur um meinta óvild til bænda og tilfinningavellu“, segir Arnar. ,,Það heyrist oft í umræðunni að allt sem komi frá útlöndum sé skítugt og mengað, en allt hreint og fallegt hér. Gallinn við þennan áróður er að honum trúir engin og hann hefur aldrei gert neitt fyrir bændur og mun aldrei bæta hag bænda eða neytenda“.

- Auglýsing -

Arnar talar um, ,,að íslensku kjöti sé pakkað inn í þolplast eftir vinnslu og síðan er neytendum út í búð boðið upp á happdrætti í kjötgæðum. Sauðfjárbændur fá t.d. borgað fyrir sínar afurðir eftir EUROP staðli sem þýðir að E er besti flokkurinn og P sá lakasti. Því fylgir svo stigun frá 1 til 5 sem segir til um fituflokk kjötsins. En þetta fær viðskiptavinurinn ekkert val um né upplýsingar þegar hann verslar í matinn. Af hverju er það“? spyr Arnar.

Neytendur ekki vakandi

Ný skotgröf að Arnars mati er að í þjóðfélagsumræðunni er vandamálinu oft skellt á almenning. Að ekki sé nægileg vakning hjá fólki hvaðan varan kemur. Hér er því haldið fram að neytendur séu ekki vakandi, heldur illa að sér. Arnar segir, ,,að aðalmálið sé að selja vörur á forsendum gæða og fágætis og þá er mikilvægt að hlusta á gagnrýnisraddir í stað þess að verja báknið. Af hverju ætti verslunin frekar að vilja „flytja inn“ landbúnaðarvörur heldur en að kaupa þær hér á landi?“

- Auglýsing -

Hafa bara ekki farið neitt annað

Arnar segir að lokum að það hafi komið honum á óvart að ÁTVR skyldi hafa komið efst út í ánægjuvoginni í flokki smásöluverslunar með áfengi. „Það mætti halda að viðskiptavinirnir hafi ekki bara ekki farið neitt annað“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -