Fimmtudagur 25. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

Árvakur sektað fyrir ítrekuð brot á fjölmiðlalögum – Dulbjuggu fjölda auglýsinga sem fréttir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árvakur, fjölmiðlaveita mbl.is hefur verið sektað um 1,5 milljón króna af Fjölmiðlanefnd vegna ítrekaðra brota á lögum sem banna duldar auglýsingar.

Samkvæmt frétt Vísis hefur Fjölmiðlanefnd sektað Árvakur fyrir að skrifa fréttir með dulbúnum auglýsingar, trekk í trekk en meðal fyrirtækja sem fengu slíka umfjöllun eru Nói Siríus, Hagkaup, MS og Te og kaffi.

Flestar fréttirnar sem Fjölmiðlanefnd skoðaði höfðu sama brag á sér, það er að segja að þar var fjallað um vörur fyrirtækjanna á jákvæðan hátt en án þess að fréttin væri merkt sem auglýsing eða samstarf. Samkvæmt lögum um fjölmiðla eru slíkar duldar auglýsingar bannaðar.

Samkvæmt Vísi birtust fréttirnar á Smartlands- og matarvef mbl.is. Fjölmiðlanefnd nefnir gríðarlega margar auglýsingar í máli sínu, eða 48 talsins, sem dulbúnar voru sem fréttir. Til dæmis má nefna nýjar vörur frá Nóa Siríus en þar var fyrirsögnin „Nýja nammið flýgur úr hillunum“ og „Splunkunýtt súkkulaði rifið úr hillunum“. Þá fékk Hagkaup dulbúna auglýsingu þar sem umfjöllunarefnið er „besta gráðaostasósan á markaðnum í dag“. MS fékk sína dulbúnu auglýsingu: „Ný bragðtegund af Hleðslu komin á markað“ sem og „KEA skyr eins og þú hefur aldrei séð það áður“.

Í andsvörum sínum vísaði Árvakur til þess að fjölmiðill hefði tjáningarfrelsi og frelsi til að meta það sem teldist fréttnæmt. Auk þess hefði veitan ekki fengið greitt frá fyrirtækjunum sem væri skilyrði svo að umfjöllun teldist vera auglýsing en ekki frétt.

Þessum rökum hafnaði Fjölmiðlanefnd og vísaði til þess að greiðslur eða annað endurgjald sé ekki nauðsynleg forsenda í þessu sambandi, enda geti efni fjölmiðla verið þessarar gerðar án þess að greitt sé fyrir. Auk þess myndi slík skilyrði vinna gegn banninu enda erfitt að sanna greiðslur fyrir umfjöllun.

- Auglýsing -

Fjölmiðlanefnd segir í úrskurði sínum að fjallað hafi verið „með nákvæmum hætti“ um ákveðnar vörur frá fyrirtækjunum, að því er fram kemur í frétt Vísis.

„Yfirleitt var um að ræða nýjar vörur á markaði. Komu fram jákvæðir eiginleikar varanna, t.d. gott bragð og hagkvæmar umbúðir, og jafnvel hversu umhverfisvænar þær væru. Í sumum tilvikum kom fram á hvaða sölustöðum mætti fá viðkomandi vörur, hvað þær kostuðu og hlekkur á sölusíðu,“ segir í niðurstöðu Fjölmiðlanefndar.

Beinir nefndin því til Árvakurs að slíka umfjöllun þurfi að merkja þær en hefð hafi skapast fyrir því að nota orð eins og „kynning“, „samstarf“ eða „í samstarfi við “.

- Auglýsing -

Fjölmiðlanefnd taldi sem sagt að umræddar umfjallanir á mbl.is teljist til dulinna viðskiptaboða og þar með hafi Árvakur brotið gegn lögum um fjölmiðla. Taldi nefndin 1,5 milljón króna vera hæfilega sekt en hún leit til þess að veitan hafi ekki áður brotið gegn lagaákvæðum fjölmiðlalaga um duldar auglýsingar.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -