Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra lýsir óánægju sinni með Reykjavíkurborg á Twitter síðu sinni. Hún segir:
„Það er sárt að sjá hvernig Reykjavík er stjórnað. Það ætti að vera hægt að líta til Reykjavíkurborgar, höfuðborgarinnar, sem fyrirmyndar en það er þó alls ekki þannig. Ég myndi segja að Reykjavík væri stjórnað í hróplegu ósamræmi við mína hugmyndafræði.“
Þá útskýrir hún frekar og bætir við þráðinn:
„Þar er engin forgangsröðun, borgin er illa rekin, skattar í hámarki, ekkert valfrelsi og grunnþjónustan er vanrækt – hvort sem litið er til leikskólaplássa, snjómoksturs eða viðhalds á húsnæði. Þetta hefur áhrif á lífsgæði og margt ungt fólk með börn kýs að flytja annað.“
Færslan hefur vakið misjöfn viðbrögð hjá fylgjendum Áslaugar. Margir virðast sammála á meðan aðrir umorða ummælum hennar og snúa upp á ríkið.
Hér að neðan má sjá tíst Áslaugar Örnu í heild:
Það er sárt að sjá hvernig Reykjavík er stjórnað. Það ætti að vera hægt að líta til Reykjavíkurborgar, höfuðborgarinnar, sem fyrirmyndar en það er þó alls ekki þannig. Ég myndi segja að Reykjavík væri stjórnað í hróplegu ósamræmi við mína hugmyndafræði.
— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) January 30, 2023