Föstudagur 19. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Áslaug Arna ósátt: „Engin forgangsröðun, borgin er illa rekin, skattar í hámarki, ekkert valfrelsi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra lýsir óánægju sinni með Reykjavíkurborg á Twitter síðu sinni. Hún segir:

„Það er sárt að sjá hvernig Reykjavík er stjórnað. Það ætti að vera hægt að líta til Reykjavíkurborgar, höfuðborgarinnar, sem fyrirmyndar en það er þó alls ekki þannig. Ég myndi segja að Reykjavík væri stjórnað í hróplegu ósamræmi við mína hugmyndafræði.“

Þá útskýrir hún frekar og bætir við þráðinn:

„Þar er engin forgangsröðun, borgin er illa rekin, skattar í hámarki, ekkert valfrelsi og grunnþjónustan er vanrækt – hvort sem litið er til leikskólaplássa, snjómoksturs eða viðhalds á húsnæði. Þetta hefur áhrif á lífsgæði og margt ungt fólk með börn kýs að flytja annað.“

Færslan hefur vakið misjöfn viðbrögð hjá fylgjendum Áslaugar. Margir virðast sammála á meðan aðrir umorða ummælum hennar og snúa upp á ríkið.

Hér að neðan má sjá tíst Áslaugar Örnu í heild:

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -