Fimmtudagur 5. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Auglýsingar Sjálfstæðisflokksins valda pirringi: „Sjálfstæðisflokkurinn filmar yfir gegnsæi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Síðustu tvær vikur hafa auglýsingar Sjálfstæðisflokksins prýtt strætisvagnaskýli í Kópavogi en bæði hafa aðilar innan Vina Kópavogs sem nú bíður sig fram til sveitarstjórnarkosninga, og Pírata sem einnig eru í framboði, bent á að ekki sé allt með felldu hvað varðar téðar auglýsingar.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, birti í gær færslu á Facebook þar sem hún segir auglýsingarnar ólöglegar.

„Sjálfstæðisflokkurinn filmar yfir gegnsæið

Nýlega birtust auglýsingar frá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi á strætóskýlum víðsvegar um bæinn. Ekki á hefðbundna auglýsingaplássinu í skýlunum, heldur hefur verið filmað yfir rúðurnar sem venjulega standa auðar.
Í samkomulagi Kópavogsbæjar og rekstraraðila skýlanna segir skýrt að fjármagna megi rekstur biðskýlanna með sölu auglýsinga á annan gafl þeirra. Það má sumsé ekki hafa tekjur af sölu auglýsinga á aðra hluta skýlanna. Aðeins annan gaflinn. Þá kemur tvennt til greina: Annaðhvort rukkaði rekstraraðilinn ekki fyrir þetta, sem væri áhugavert í ljósi þess að endurnýjun útboðs á rekstrinum hefur ítrekað verið frestað síðan lok árs 2019. Ef aftur á móti rukkað var fyrir þetta er um brot á samkomulagi við Kópavogsbæ að ræða.
Ekki nóg með það, heldur eru filmur Sjálfstæðisflokksins einnig á strætóskýlum sem Kópavogsbær á og rekur (og selur aldrei auglýsingapláss á), sem er skýrt brot á lögreglusamþykkt, rétt eins og ef þau hefðu tekið sig til og filmað yfir rúðurnar í bókasafninu eða í grunnskólum bæjarins.

Er ekki komið gott af ólögmætum auglýsingum stjórnmálaflokka í Kópavogi?“


Samkvæmt Sigurbjörgu Erlu er eftirfarandi klausa úr samningi Kópavogsbæjar við rekstaraðilann:

„AFA JCD fjármagnar rekstur götugagnanna með sölu auglýsinga báðum megin á annan gafl biðskýlanna.“

- Auglýsing -

Það er nýr aðili tekinn við rekstrinum, Dengsi/Billboard en samningnum var ekki breytt, samkvæmt Sigurbjörgu Erlu.

Þá hafa Vinir Kópavogs einnig bent á þessar auglýsingar en einn þeirra hafði samband við Mannlíf og lét vita að nú væru Sjálfstæðismenn í óðaönn við að taka niður auglýsingarnar. Að sögn aðila innan Vina Kópavogs hafa Akureyringar þann háttinn á að allir flokkar fá sinn tíma á biðskýlunum „en það er gert í samráði við alla. Það er bara þetta sem við hjá Vinum Kópavogs erum að benda á, og við bentum Pírötum á þetta og fleirum, að þetta væri ójafn leikur.“

- Auglýsing -

Mannlíf reyndi að ná tali af Ástu Kristjánsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, án árangurs. Þá hafði Mannlíf einnig samband við Dengsa/Billboard sem annast nú rekstur skýlanna en framkvæmdarstjórinn er frá næstu daga. Tölvupóstur var sendur og er beðið svars.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -