Föstudagur 19. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Aukin hryðjuverkaógn á Íslandi – Lögreglan herðir eftirlit

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Viðbúnaðarstig lögreglu vegna hryðjuverkaógnar hefur verið hækkað eftir ákvörðun Landsréttar að sleppa tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka, úr haldi.

Viðbúnaðarstigið var hækkað úr A í B, stig B felur í sér að vísbendingar séu um öryggisógnir. Ekki sé þó þörf á sérstökum lögregluaðgerðum. Lögreglan verður með aukið eftirlit á þeim stöðum sem talið er þörf fyrir að vakta.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu lögreglu, Vísir greindi fyrst frá. Einnig segir frá því að breytingar hafi verið gerðar á hættustigum í tengslum við hryðjuverk og sé verklag íslensku lögreglunnar í samræmi við það sem þekkist hjá öðrum þjóðum.

Hættustigin eru nú fimm: Lágmarks ógn, takmörkuð ógn, aukin ógn, akvarleg ógn og mjög alvarleg ógn. Ísland er talið vera á þriðja stigi og sé hér aukin ógn á hryðjuverkum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -