Laugardagur 25. maí, 2024
11.8 C
Reykjavik

NYT segir „engum til hagsbóta að opinbera meira” um Nord Stream-málið:„Ég gat ekki annað en hlegið”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

New York Times hefur viðurkennt að kenning um Nord Stream-hryðjuverkið, sem fjölmiðillinn birti, haldi ekki vatni. Segir miðillinn að trúlega sé engum til hagsbóta að opinbera meira um málið.

Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikieleaks birti skjáskot af fyrirsögn nýrrar fréttar New York Times þar sem sagt er að upplýsingaleki varðandi sprengingu rússnesku Nord Stream 1 og 2 gasleiðslanna í fyrra, vekji fleiri spurningar en veiti fá svör. Skrifar hann eftirfarandi færslu við myndina:

„Fjölmiðillinn sem lét (CIA) plata sig til að birta ótrúverðuga skútusögu til að ,,skýra” Nord Stream hryðjuverkið, viðurkennir að hún heldur ekki vatni. Klikkir svo út með að það sé ,,engum til hagsbóta að opinbera meira um málið.”

Ég gat ekki annað en hlegið.
En samt.. úff.“

Áður hafði hinn margverðlaunaði blaðamaður Seymour Hersh sagt í frétt sem hann skrifaði, að bandaríski sjóherinn og CIA, með hjálp Norðmanna, hafi sprengt gasleiðslu Nord Stream 1 og 2 frá Rússlandi til Þýskalands en ekki Rússar eins og gefið hafði verið í skyn. Í kjölfarið var gert lítið úr áreiðanleika Pulitzer-verðlaunablaðamannsins og hann kallaður bloggari á Reuters-fréttamiðlinum. Nú virðist hins vegar sem blaðamaðurinn hafi haft eitthvað til síns máls, ef marka má New York Times.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -