Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Bæjarstjóri Grindavíkur vonast eftir endurbyggingu: „Þetta er gríðarlega öflugt bæjarfélag“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, hefur staðið þétt við bakið á sínu fólki í þeim jarðhræringum sem hafa skekið Reykjanes. Í viðtali við Reyni Traustason ræðir hann um jarðhræringarnar og áhrif þeirra, um Suðurlandsskjálftann sem hann fann vel fyrir sumarið 2000 og í haust var hann í Marokkó þegar mannskæður jarðskjálfti reið þar yfir.

Í viðtalinu ræðir hann meðal annars um þá endurbyggingu sem bíður Grindavíkurbæ.

Hægt að endurbyggja

Fannar er spurður hvort Grindavík muni ná fyrri styrk.

„Það ætla ég hreint að vona. Þetta er gríðarlega öflugt bæjarfélag og það er mikil samheldni í bæjarbúum sem standa þétt saman eins og gjarnan er með sjávarútvegsbæi. Menn þurftu að standa saman en oft koma skipin ekki að landi sem lögðu af stað að morgni. Sjórinn gefur en hann tekur líka og þá þurfti að vera mikil samstaða. Þessi samkennd, samhjálp, lifir á meðal bæjarbúa.“

Þjappar fólkinu saman.

„Og vonandi getum við horft fram á betri tíma. Það er hægt að endurbyggja bæinn. Það er ótrúlega gott ástand. Það var svo gott að sjá hvað fráveitan er í góðu standi en við óttuðumst að hún væri verulega löskuð. Þannig að við þurfum kannski ekki að bíða mjög lengi eftir því að þau kerfi séu í lagi; það er kannski þessi óvissa um framhaldið af því að við erum í miðjum atburði. Það er ennþá landris. Við erum að búa okkur undir það að geta ekki flutt heim næstu mánuðina. Vonandi verður sá tími ekki mjög langur. En það þýðir heldur ekki að gera sér of miklar væntingar. Við verðum að vera raunsæ með það að það sé í fyrsta lagi í lagi með veitukerfin, heitt og kalt vatn, ljósleiðara, frárennsli og rafmagn.

- Auglýsing -

Margir þessir innviðir eru laskaðir og komnir að þolmörkum þannig að það er ekki gott um miðjan vetur að það fari eitthvað af þessu að gefa sig og fólk að lenda í vandræðum. Við viljum taka það rólega og búa okkur undir það að vera nokkurn tíma í burtu frá Grindavík en vonandi komumst við öll heim fyrr en síðar; þau sem vilja á annað borð koma til baka.

Það er ekkert endilega víst að þeir sem hafa misst húsin sín vilji kaupa ný eða byggja. Margir eru búnir að fá nóg.“

Fannar hyggst ekki fara áfram í pólitík; lengra í landsmálin.

- Auglýsing -

„Ég held ég láti gott heita; ef allt gengur eftir í Grindavík eftir þetta kjörtímabil læt ég kannski gott heita yfirleitt. Ég er ofboðslega þakklátur fyrir að fá tækifæri til að vera á þessum frábæra stað. Okkur hjónum hefur verið tekið einstaklega vel af bæjarbúum og ég hef átt mjög gott samstarf við alla bæjarfulltrúa,“ segir bæjarstjórinn sem er ópólitískt ráðinn. „Ég hef reynt að leggja mig fram við það að vinna fyrst og fremst fyrir íbúana og sinna þeim skyldum sem mér er ætlað sem sveitarstjórnin, bæjarstjórnin, felur mér.

Ég geri engan greinarmun á minnihluta og meirihluta í því efni. En auðvitað er það meirihluti sem ræður hverju sinni, tekur af skarið, og þá ber mér náttúrlega að framfylgja því sem meirihlutinn ákveður.“ 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -