Miðvikudagur 19. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Bahá´í samfélagið á Íslandi efnir til listahátíðar til stuðnings írönskum konum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Um helgina efnir íslenska bahá´í samfélagið til listahátíðar til stuðnings írönskum konum. Þá eru hátíðin einnig til heiðurs tíu bahá´í konum sem líflátnar voru í Íran árið 1983.

Íslenska bahá´í samfélagið sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem sagt er frá listahátíð á þeirra vegum, sem haldin verður að Kletthálsi 1 í Reykjavík en hátíðin er liður í heimsátaki Alþjóðlega bahá´í samfélagsins sem hófst í júní 2023 en þá voru liðin 40 ár frá aftöku 10 bahá´í kvenna í Íran. Hér er hlekkur á viðburðinn.

Hér má lesa fréttatilkynninguna í heild sinni:

Heimsátak til stuðnings írönskum konum

Íslenska baháʼí samfélagið efnir til listahátíðar helgina 8.-9. júní til stuðnings írönskum konum og til heiðurs tíu baháʼí konum sem voru líflátnar í Íran 1983. Hátíðin fer fram í þjóðarmiðstöð íslenska baháʼí samfélagsins að Kletthálsi 1 í Reykjavík og stendur frá k. 13-17 dagana 8. og 9. júní. Hún er liður í heimsátaki Alþjóðlega baháʼí samfélagsins sem nefnist #SagaOkkarErEin og hófst í júní 2023 þegar rétt 40 ár voru liðin frá aftöku kvennanna. Með þessu átaki vilja baháʼíar um allan heim heiðra minningu þessara kvenna og lýsa stuðningi sínum við þá áratuga löngu baráttu sem íranskar konur af öllum trúarbrögðum og bakgrunni hafa háð í marga áratugi og heyja enn í dag. Í stefnuskrá átaksins segir að tilgangur þess sé ekki aðeins að heiðra þessar tíu baháʼí konur heldur allar konur í Íran sem styðja baráttuna fyrir jafnrétti kynjanna og vilja leggja sitt af mörkum til að skapa betri framtíð í landinu og bjóða kúgunaröflunum í landinu byrginn með þrautseigju sinni og harðfylgi. Þúsundir fólks um allan heim hafa tekið þátt í þessu átaki sem hefur að meginmarkmiði að styðja og efla þær breytingar sem nú eiga sér stað í Íran.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -