Föstudagur 6. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

BakaBaka sakað um blekkingar – Gestir þurfa borga aukalega fyrir að borða inni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það eru fáir matsölustaðir sem hafa fengið jafn mikið lof undanfarin ár en BakaBaka. Staðurinn er bakarí og kaffihús að morgni til en breytist í pítsastað þegar líður á daginn og þykir maturinn vera góðgæti. Ágúst Fannar Einþórsson rekur staðinn ásamt því að vera einn eiganda en Ágúst hefur í gegnum árin verið einn fremsti bakari landsins og opnaði meðal annars Brauð og co. árið 2016 og hlaut mikið lof fyrir.

Þrátt fyrir góðan mat eru ekki allir sáttir en viðskiptavinir staðarins höfðu samband við Mannlíf til að benda á villandi verðmerkingar staðarins. Í glugga staðarins eru góðgæti á borð við vínarbrauð auglýst til sölu á 790 krónur en ákveði viðskiptavinir að borða vínarbrauðið inni þarf að borga 400 krónur aukalega fyrir vínarbrauðið. Samkvæmt viðskiptavinunum gildir þetta um hvern hlut sem er keyptur og kemur það ekki fram á verðinu í glugganum eða við afgreiðsluborðið. Kaupi einstaklingur því tvö vínarbrauð og þrjú „Cinnamonbun“ þarf viðkomandi að borga rúmar 2000 krónur aukalega til að fá borða inni á staðnum. Þegar afgreiðslufólkið var spurt út í þetta þá fengust þau svör að það væri ítrekað kvartað undan þessu en svona væru reglurnar.

Dæmi um verðmerkingu í glugga. Ekki að er tekið fram að verðið hækki ákveði viðskiptavinir að borða inni

Mannlíf hafði samband við Ágúst Fannar til að spyrjast fyrir um málið. „Þetta er mjög skýrt. Þegar viðskiptavinur sest niður fær hann matseðill sem öll verð eru alveg skýr. Það er alveg „clear“ að við erum að selja „take away“ á „counternum“ og þjóna til borðs inni á staðnum,“ sagði Ágúst þegar hann var spurður út í hvort þetta væri villandi. „Ef viðskiptavinur kýs að borða inni þá kostar það bara meira. Viðkomandi er að taka sæti sem kostar og fá þjónustu sem kostar líka. Er þá eitthvað óeðlilegt við að borga meira?,“ spyr Ágúst á móti. Aðspurður segist Ágúst ekki vita til þess að aðrir staðir á Íslandi hafi álíka verðlagsreglur og hann sé lítið að spá í því.

Mannlíf sendi fyrirspurn á Neytendastofu til að spyrjast fyrir um þessi tvö mismunandi verð hjá BakaBaka, hvort það væri löglegt og hvernig ætti þá að merkja það. Í svari Neytendastofu kemur fram að það sé vissulega löglegt að hafa tvö mismunandi verð en „að því sögðu er krafa um verðmerkingar mjög skýr og skal ávallt gefa upp endanlegt verð. Seljendur þurfa þess vegna að gæta sérstaklega vel að því hvernig verðmerkingar er settar fram ef verð er skilyrt eða ólík verð gilda við ólíkar aðstæður.“

Þá vissi Neytendastofa ekki um aðra veitingastaði sem notast við slíkar verðlagsreglur.

Annað dæmi um verkmerkingu í glugga

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -