Laugardagur 27. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Barátta Tómasar Ingvasonar – Fær ekki að sjá sjálfsvígsbréf sonar síns

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Mér er neitað um að sjá sjálfsvígsbréf sonar míns í heild sinni,“ segir Tómas Ingvason, faðir Ingva Hrafns Tómassonar sem lést 31 árs í fangelsinu á Litla-Hrauni tveimur dögum eftir að hann bað árangurslaust um hjálp vegna andlegra erfiðleika í kjölfar þess að hann var kærður og frelsissviptur. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. Tómas hefur óskað eftir því að sjá kveðjubréf sonar síns í heild sinni en fær engin svör önnur en þau að vegna rannsóknarhagsmuna verði lögreglan að halda bréfinu.

„Löggan svarar engu,“ segir Tómas í samtali við Mannlíf.

Sonur Tómasar lést sama dag og bróðir hans lést sviplega fyrir sex árum. Jarðarför Ingva Hrafns fór fram í gær.

Í kvöld kl. 20 birtist einkaviðtal við Tómas á hlaðvarpi Mannlífs þar sem hann rekur sorgarsöguna að baki andláti tveggja sona sinna og lýsir baráttu sinni fyrir réttlæti og úrbótum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -