Miðvikudagur 21. febrúar, 2024
1.8 C
Reykjavik

Birgir harmar upplifun farþega af óboðlegu hóteli: „Þetta er bara viðbjóðslegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forstjóri flugfélagsins Play harmar upplifun farþega sem sendir voru á hótel sem uppfyllti vægast sagt ekki kröfur, þegar þeir voru strandaglópar í París eftir að flugferð félagsins var aflýst. Vísir greinir frá þessu.

Birgir Jónsson, forstjóri Play, er sammála því að hótelið sem farþegunum var boðið upp á í París hafi verið óviðunandi. „Ég er bara sammála þessu fólki sem var á þessu hræðilega hóteli í París, þetta er auðvitað algjörlega óboðlegt,“ sagði Birgir Jónsson um málið í Reykjavík síðdegis í gær.

 

Pöddur, mygla og vond lykt

Nokkuð hefur verið um fréttir af seinkunum og aflýsingum flugferða á vegum Play undanfarna daga. Í fyrradag birtist frétt á Vísi þar sem rætt var við farþega sem urðu fyrir því að flugi þeirra frá París til Íslands með Play var aflýst. Þrennt stóð farþegunum til boða í stöðunni; að fá hótelgistingu og fyrsta mögulega far heim, seinkun heimferðar eða endurgreiðslu á flugmiðanum. Farþegar sem þáðu hótelgistingu brá í brún þegar komið var á áfangastað.

„Við þurftum að skipta um hótel, þetta var bara horbjóður. Þegar við mættum var úldinn matur fyrir utan hótelið og allt út í flugum í móttökunni og ógeðsleg lykt,“ sagði farþegi í samtali við Vísi.

Inni á hótelherbergjum hafi verið pöddur, mygla og vond lykt. Farþegar höfðu það sömuleiðis á orði að hafa ekki litist á hverfið sem hótelið var staðsett í. Þau hafi verið hrædd um að vera rænd nokkrum sinnum á þeim stutta tíma sem þau eyddu á staðnum.

- Auglýsing -

 

Rekja tafir til villumeldingar

Birgir útskýrði í Reykjavík síðdegis að tafir á flugferðum mætti rekja til villumeldingar um eldsneytisskort, sem nýlega kom upp í flugi Play. Vegna þessa hafi neyðarstig verið sett á og vélin tekin úr umferð. Þetta hafi haft keðjuverkandi áhrif á önnur flug.

Birgir tók fram að þær myndir sem farþegarnir hafi tekið á hótelherberginu séu ekki í nokkru samræmi við þær myndir sem hafi verið sýnilegar við bókun á netinu.

- Auglýsing -

„Þannig að ég er algjörlega sammála, þetta er bara viðbjóðslegt. En þegar hlutirnir fara svona í skrúfuna er ekkert hægt að gera nema að biðjast afsökunar og læra af þessu,“ sagði Birgir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -