Miðvikudagur 19. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Birnir og Gugusar eru Innipúkar: „Hrikalega góð stemning í Reykjavík“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þrátt fyrir að Verslunarmannahelgin sé mesta ferðahelgi ársins verður ýmislegt í boði fyrir fólk sem ákveður að vera í Reykjavík.

Fólk með öskrandi börn og tjaldvagna í eftirdragi sem halda út úr bænum um helgina mun missa af frábærri helgi í bænum en þykir Verslunarmannahelgin ein sú skemmtilegasta í bænum. Ein stærsta ástæða þess er Innpúkinn en það er tónlistarviðburður sem hefur verið haldin, með hléum, í rúm 20 ár. Meðal þeirra sem koma fram á Innipúkanum í ár eru Birnir, Moses Hightower og Gugusar.

„Þetta gengur allt mjög vel og miðasala er svakalega góð,“ sagði Ásgeir Guðmundsson einn skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Innipúkans, í samtali við Vísi. „Það lítur út fyrir að það verði hrikalega góð stemning í Reykjavík eins og öll fyrri ár.“

„Þetta eru hátt í þrjátíu atriði sem koma fram. Það er gaman að fá loksins að sjá mörg af þessum böndum stíga á svið hér í Reykjavík þar sem tónleikahald hefur verið á undanhaldi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -