Laugardagur 7. desember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Laufey hlaut Grammy-verðlaun: „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að þetta gæti gerst“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að þetta gæti gerst,’’ sagði Laufey Lín Jónsdóttir þegar hún tók við Grammy-verðlaunum í gærkvöldi. Laufey hlaut verðlaun í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. ,,Ég vil bara þakka teyminu á bakvið mig, foreldrum mínum og ömmum og öfum fyrir að kynna mig fyrir tónlist. Stærstu þakkirnar fær tvíburasystir mín Júnía sem er helsti stuðningsmaður minn og hefur hjálpað mér í gegnum þennan mest spennandi kafla í lífi mínu,“ sagði Laufey ánægð. Ólafur Arnalds var einnig tilnefndur til Grammy-verðlauna fyrir plötuna Some Kind of Peace í flokki nýaldartónlistar en verðlaunahátíðin var haldin í 66. skipti í Los Angeles.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -