Sunnudagur 5. maí, 2024
6.1 C
Reykjavik

Birtir nýjar myndir af ágangsfénu í Borgarfirði: „Og krummi bíður eftir næstu veislu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Steinunn Árnadóttir birtir nýjar ljósmyndir af því nýfæddum lömbum af bóndabænum Höfða í Borgarfirði en kindur af bænum ganga lausar um koppa og grundir í sveitinni og bera úti, þar sem hrafninn sveimar yfir þeim og hugsar sér gott til glóðarinnar.

Baráttukonan og orgelleikarinn Steinunn Árnadóttir hefur verið óþreytandi í að berjast fyrir sauðfénu sem ganga afskiptalaus um sveitir Borgarness, illa til reika og berandi lömb innan um rándýr. Þá hefur hún gagnrýnt Matvælaeftirlitið harkalega í gegnum tíðina fyrir linkind í þessu máli og öðrum álíka.

Í dag birti hún nýjar ljósmyndir sem hún tók af ástandinu og lét fylgja með stutta færslu, sem mætti alveg kalla ljóð:

„Síðasti vetrardagur í Þverárhlíð.

Allt með sama hætti:
Nýfædd lömb í vegkantinum,
lamb stendur yfir dauðri móður,
horaðar kindur
og krummi bíður eftir næstu veislu.“

Hér má svo sjá myndirnar:



Krummi krunkar úti

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -