Föstudagur 21. júní, 2024
9.8 C
Reykjavik

Birtir nýjar myndir af illa förnum kindum: „Augað hennar er um það bil að springa út úr höfðinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Steinunn Árnadóttir, orgelleikari og baráttukona heldur áfram að vera rödd fyrir kindurnar á Höfða í Borgarfirði, með nýrri færslu á Facebook.

„Þessi mynd er sérstaklega fyrir settan yfirdýralækni.
Ósköp er þetta horaður kroppur og kalt hefur verið á þessu skinni í frosthörku vetrar!.“ skrifar Steinunn við myndina.
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

Í færslunni birtir Steinunn ljósmyndir af kindum í skelfilegu ásigkomulagi í Þverárhlíð en þar er fjöldi kinda frá bænum Höfða, í lausagöngu. Segist hún hafa sent tölvupóst á yfirdýralækni hjá Matvælastofnun, eftirlitsdýralæknis héraðsins og forstjóra Matvælastofnunar og óskað eftir aðstoð við að hjálpa kindunum.

„Nýborin við þjóðveg 522…
en með aðgang að ,, heilnæmu” vatni eins og Mast útvegar öllum kindum í Hryllingssögunni!!“ skrifar Steinunn við ljósmyndina.
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

„Framhaldssagan Hryllingurinn á höfða:

Ég sendi 16.maí póst á YFIRDÝRALÆKNI, eftirlitsdýralækni þessa héraðs og forstjóra Mast og bað um aðstoð vegna kinda í neyð.“

Þannig hefst færsla Steinunnar en með henni birti hún nokkrar ljósmyndir sem hún tók í gær en þar má meðal annars sjá kind með ónýtt auga.

Orð eru óþörf.
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir
„Ég óskaði sérstaklega eftir að þessi vina (sem mynd fylgir af) fengi dýralæknaaðstoð. Augað hennar er um það bil að springa út úr höfðinu. En eins og áður er nefnt ,,annast“ Matvælastofnun nú þennan Hrylling og er þar með stöðugt og vökulu eftirlit!!
Engin svör bárust.
Engin aðstoð hefur litla vinan fengið. Hún er mikið verri í dag 20.maí en þegar síðasta mynd var tekin.“

„Litli vinurinn á erfitt með að drekka …“ skrifaði Steinunn við myndina.
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

Og Steinunn bætir við: „Annað að frétta úr Hryllingnum er að kindur bera við þjóðveg 522 eins og undanfarin ár og undanfarnar vikur(sjá mynd af nýborinn kind í dag 20.maí)

Lömb eru að sjálfsögðu ómerkt. Það hefur alltaf verið svona og breytist ekki þótt Mast sé daglega í kaffi hjá ábúendum.“

„Þar sem settur yfirDÝRLÆKNIR hefur aldrei komið á þessar Hryllingsslóðir finnst mér mikilvægt að hann fái reglulega sendar myndir af þátttakendunum í Hryllingssögunni.
Hér er ein um það bil að stíflast vegna skitu.“ skrifaði Steinunn við myndina.
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

Að lokum segir skýtur Steinunn á settan yfirdýralækni hjá Mast.

„Kindur eru komnar á fjall, bornar eða óbornar eða eru í görðum og túnum nágrannabæja. Það hefur líka alltaf verið svona svo það breytist ekki þótt settur yfirdýralæknir segir að stöðugt og vökult eftirlit sé með þessum HRYLLINGI …“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -