Fimmtudagur 10. október, 2024
0.7 C
Reykjavik

Birtir nýjar myndir af kindunum í Þverárhlíð: „Óbornar, bornar, horaðar og sumar án ullar að hluta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Steinunn Árnadóttir tók ljósmyndir í gær af ástandi kindanna í Þverárhlíð í Borgarfirði og birti á Facebook.

Orgelleikarinn og dýraverndarsinninn Steinunn Árnadóttir heldur áfram að minna á skelfilegt ástand kinda frá bænum Höfða í Þverárhlíð en þær hafa margar hverjar verið afskiptalausar úti í kuldanum. Steinunn hefur með reglulegum hætti birt ljósmyndir af kindunum sem sumar hafa marglaga ull og lömb sem fæðast úti og fleira frá Þverárhlíð.

Kind sem er nýbúin að bera.
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

„Framhald úr Hryllingssögu minni: vorið 2024

Á ferð minni í dag, 7.apríl var nöturlegt að fara um Þverárhlíð.

Kindurnar í Hryllingssögunni eru farnar að bera (eiga lömbin) úti í kuldahelvítinu.“ Þannig byrjar nýjasta færsla Steinunnar. Því næst lýsir hún hinni nöturlegu sýn sem beið hennar:

„Þær eru úti í einni allsherjar hrúgu, óbornar, bornar, horaðar og sumar án ullar að hluta.
Nokkrar eru sloppnar út og koma til með að bera án eftirlits, einhversstaðar út í vegkanti eða undir kletti.

Móðurlaust lamb jarmaði í kuldanum eftir hjálp. Ósennilegt að það lifi af nóttina!“

Illa farnar kindur.
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

Að lokum skýtur hún á Matvælastofnun:

- Auglýsing -
„Þetta er undir stöðugu, vökulu eftirliti Matvælastofnunarinnar.
Ekkert hefur breyst til batnaðar, nema margra-ára-ullin hefur verið rifin af og nú skín í bert holdið!
Þetta er óviðunandi !

Myndir sem fylgja eru teknar í dag 7.apríl“

Yfirgefið lamb.
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -