Fimmtudagur 20. júní, 2024
7.7 C
Reykjavik

Biskup Íslands veitti Davíð Þór tiltal: „Þessi orð dæma sig sjálf“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands veitti í dag séra Davíð Þór Jónssyni, presti í Laugarneskirkju, formlegt tiltal vegna orða hans er hann gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri grænna vegna brottvísana hælisleitenda sem eru á næsta leyti.

Sjá einnig: Séra Davíð Þór hæðist að viðbrögðum Orra Páls: „Jesús: Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar!“

Agnes segir í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu Þjóðkirkjunnar, að skrif Davíðs Þórs hafi verið harkaleg og ósmekkleg. Davíð Þór sagði í færslu sinni að það væri sérstakur staður í helvíti fyrir fólk sem seldi sál sína fyrir völd og vegtyllur. Í yfirlýsingunni segist Agnes hafa gagnrýnt áform yfirvalda varðandi fjöldabrottvísanir hælisleitenda sem fest hafi hér rætur, sem fyrirhugaðar eru en að prestar verði að haga málflutningi sínum á málefnanlegan hátt og meiða ekki með orðum.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í viðtali við Vísi að orð Davíðs Þórs dæmdu sig sjálf.

Þessu svaraði Davíð rétt í þessu með nýrri færslu. Hún er stutt en hnitmiðuð.

„Jesús: Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! Höggormar og nöðrukyn, hvernig fáið þér umflúið helvítisdóm? Þess vegna sendi ég til yðar spámenn, spekinga og fræðimenn. Suma þeirra munuð þér lífláta og krossfesta, aðra húðstrýkja í samkundum yðar og ofsækja borg úr borg. Þannig kemur yfir yður allt saklaust blóð sem úthellt hefur verið á jörðinni.

Farísei: Þessi orð dæma sig sjálf.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -