Laugardagur 9. nóvember, 2024
9.9 C
Reykjavik

Bjarni Ben ósammála Netanyahu: „Þetta viðhorf verður að breyt­ast. Þetta leiðir okk­ur ekki neitt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Utanríkisráðherra Íslands segir að forsætisráðherra Ísraels verð að breyta viðhorfi sínu gagnvart tveggja ríkja lausninni.

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra, sem hefur verið stuðningsmaður Ísraela í stríði þeirra gegn íbúum Gaza, sagði á Alþingi í dag að Benjamin Netanyahu yrði að breyta viðhorfi sínu gagnvart tveggja ríkja lausninni á svæðinu en þingið í Ísrael samþykkti í gær andstöðu hans við slíkri lausn. Mbl.is sagði frá þessu.

Bjarni lét þessi orð falla undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir en þar var hann spurður út í nýleg ummæli Netanyahu en þar neitaði hann hugmyndum um sjálfstæði Palestínu, sem byggt yrði á tveggja ríkja lausninni. Bandaríkjamenn hafa unnið að slíkri lausn í sínum friðarumleitunum.

„Varðandi um­mæli for­sæt­is­ráðherra Ísra­els þá get ég notað þetta tæki­færi til þess að segja ein­fald­lega þetta: Þetta viðhorf verður að breyt­ast. Þetta leiðir okk­ur ekki neitt. Tveggja ríkja lausn­in er hald­reipi okk­ar til þess að skapa var­an­leg­an frið,“ sagði Bjarni á þinginu í dag.

Þá tók hann aukreitis fram að hið sama verði að gerast hjá forystu Palestínumanna og að Hamas þurfi einnig að breyta sínu viðhorfi. Sagðist hann ekki sjá neitt annað í stöðunni en tveggja ríkja lausn.

„For­ystu­menn þar hafa haft það að sjálf­stæðu stefnumiði sínu að út­rýma Ísra­els­ríki. Þetta verður allt sam­an að breyt­ast. Við von­umst auðvitað til þess að friðarum­leit­an­ir sem nú standa yfir geti borið með sér ein­hverja von um lang­tíma­lausn og ég sé enga aðra leið í því en tveggja ríkja lausn.“ sagði Bjarni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -