Fimmtudagur 25. júlí, 2024
10.9 C
Reykjavik

Bjarni Ben um kaup föður síns í Íslandsbanka: „Var honum bannað að kaupa?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Salan á hlut í Íslandsbanka nýverið hefur valdið gríðarlega miklum deilum í íslensku samfélagi, og afar mikill þrýstingur hefur verið á formanni Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssyni, vegna kaupa föður hans á hlut í bankanum. Bjarni var í viðtali við í útvarpsþættinum á Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem hann sagði meðal annars þetta um bankasöluna:
„Ég held að það sé margt í upplifun okkar, sem eru á bak við þá ákvörðun að selja eignarhluti í bankanum, að það hafi skort á upplýsingagjöf og gegnsæi í aðdraganda og framkvæmd útboðsins; svona ákveðnir grundvallarþættir sem geta gert ríkisstjórnum, og í þessu tilfelli, kannski fyrst og fremst mér, erfitt fyrir. Og við viljum fara betur í það hvort að við getum ekki fundið annað fyrirkomulag sem betur getur tryggt þessa þætti. En við ætlum fyrst að fá úttekt sem er í gangi, og ég stend alveg með Bankasýslunni; hef ekki komið auga á lögbrot, og við erum ekki heldur að halda því fram.“
Bætir við:
„Menn eru að gera ágreining um það að mögulega hafi starfsmaður í einhverjum sjóði látið maka sinn kaupa: Segi þá bara, endilega skoðum það. Það er gott að Seðlabankinn fer ofan í það, en það verður að sjá skóginn fyrir trjánum. Við erum með eftirlitsstofnanir, fjármálaeftirlit Seðlabankans, sem ég vænti þess að séu að skoða hvort hæfir fjárfestar eingöngu hafi tekið þátt, og önnur atriði sem þeir hafa fengið ábendingar um. Það verður skoðað.“
Bjarni gefur lítið fyrir gagnrýni stjórnarandstöðunnar á málinu:
„Röksemdafærslur stjórnarandstöðunnar eru komnar í hringi; fyrst var sagt að við hefðum handvalið kaupendur, en þegar það var hrakið þá koma aðilar og segja að fjármálaráðherra hefði átt að fara yfir listann og handvelja kaupendur. Menn eru komnir út í skurð með svona röksemdarfærslur,” sagði Bjarni og bætti við að „það breytir ekki hinu að Bankasýslan hefur ekki einu sinni heimildir til að kafa ofan í þessa hluti. En Fjármálaeftirlitið hefur það. Ég er í engum vafa að þeir munu fá að finna fyrir því sem hafa farið á svig við þessar reglur.”
Hann ljær einnig máls á því að „Bankasýslan hefur frumkvæði að því að leggja til að við förum í þennan leiðangur sem endar í ráðherranefnd: Í ríkisstjórn, og fer svo fyrir tvær þingnefndir. Þar mætir Bankasýslan og útskýrir hvernig þetta muni gerast, og mjög augljóst að þetta gerist snögglega, á einum degi frá því markaðir opna, á einum degi en margir þeirra sem sátu þessa fundi segja núna: „Ég kem af fjöllum, það sagði mér þetta enginn.“ Jafnvel fólk hér á Alþingi.”
Spurður um kaup föður síns í bankanum svaraði Bjarni að bragði með spurningu: „Var honum bannað að kaupa?”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -