Fimmtudagur 25. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Bjarni steig trylltan dans með frumbyggjum Malaví: „Ég leyfi mér að láta afraksturinn fylgja“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forsætisráðherrann Bjarni Benediktsson er kominn heim eftir opinbera heimsókn til Afríkulandsins Malaví. Á lokakvöldinu steig hann dans með frumbyggjum af Ngoni-þjóðflokknum.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands sótti Malaví heim á dögunum, í tilefni 35 ára afmælis þróunarsamvinnu ríkjanna. Þar flutti hann meðal annars  opnunarræðu á mannfjöldaráðstefnu Afríku í Lilongwe, höfuðborg Malaví, heimsótti fæðingardeild í héraðssjúkrahúsinu í Mangochi héraði og fleira.

Á lokakvöldi heimsóknarinnar steig Bjarni svo trylltan dans með Ngoni-frumbyggjunum, þó deila megi um danhæfileikana, undir tónum Hr. Hnetusmjörs. Birti hann af því myndskeið sem hægt er að sjá hér fyrir neðan. Með myndskeiðinu skrifaði hann eftirfarandi texta:

„Frá síðasta kvöldi heimsóknar til Malaví. Það hefur verið sannur heiður að heimsækja þetta fallega land og dásamlega fólkið sem þar býr. Malaví er sagt hið hlýja hjarta Afríku – og það eru orð að sönnu.

Í Malaví er glímt við hamfarir, til skiptis þurrka og flóð og ýmsar aðrar efnahagsáskoranir, en landið á ómæld tækifæri í fólki og fallegri náttúru. Við Íslendingar stöndum í dag hvað fremst meðal þjóða í hagsæld og lífskjörum, en það hefur ekki alltaf verið raunin og við notið góðs af stuðningi annarra þjóð þegar á hefur þurft að halda. Okkur er rétt og skylt að deila eigin reynslu og vinna með vinaþjóðum okkar og styðja í baráttu fyrir betri lífskjörum.

Í lok ferðar var 35 árum af þróunarsamvinnu fagnað með mat og tónlistaratriðum. Þjóðsöngurinn átti sinn stað. Ísland ögrum skorið var sungið af kór heimamanna, á íslensku! Hákarl, harðfiskur, sviðasulta og brennivín vöktu mismikla lukku heimafólks, en tónlistin öllu meiri. Svo vinsæll var Kópavogsbúinn @herrahnetusmjor að góður hópur Ngoni-fólks og drjúgur hluti ríkisstjórnar Malaví tók ekki annað í mál en að stíga saman við hann endurtekinn dans. Ég leyfi mér að láta afraksturinn fylgja.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -