Föstudagur 19. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Björn bendir á þjónustuleysi við eldri borgara: „Nú er allt á kafi í snjó“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Birgisson segir að eldri borgarar þurfi meiri þjónustu eigi þeir að geta búið lengur heima hjá sér.

Grindvíski samfélagrýnirinn Björn Birgisson hittir oft naglann á höfuðið þegar hann skrifar færslur á Facebook. Vekja þær oftar en ekki fólk til umhugsunar um hin ýmsu mál er tengjast íslensku samfélagi. Í nýjustu færslu sinni talar Björn um eldri borgara og snjóinn. Vill hann meina að til þess að eldri borgarar geti verið sem lengst með búsetu heima hjá sér, verði að veita þeim meiri þjónustu en aðrir.

Hér er færslan í heild sinni:

„Snjórinn og eldri borgararnir.

Alltaf er talað um að það sé þjóðfélagslega hagkvæmt að eldri borgarar geti verið sem lengst með búsetu heima hjá sér og þurfi ekki að flytja á stofnanir.
Til þess að svo geti orðið þarf það fólk kannski aðeins meiri þjónustu en yngra fólkið.
**********
Nú er allt á kafi í snjó.
Snjóruðningstæki fara um götur og opna þær – en loka í leiðinni öllum innkeyrslum sem þau fara framhjá.
Íbúum er sagt að gatan sé greiðfær, en þeir verði sjálfir að moka sig í gegn um „fjallgarðinn“ sem snjóruðningstæki á vegum bæjarfélaganna skilja eftir við innkeyrslur og loka í raun fólk inni.
Eldri borgarar – þeir sem vilja – fá aðstoð með garðslátt á sumrin, en hefur engum dottið í hug að yfir vetrartímann sé kannski gustuk að bjóða þeim aðstoð við að komast út úr húsum sínum og út á götu, þá sjaldan að allt fennir í kaf?
Væri það ekki sniðugra en að loka þá inni með snjóruðningum?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -