Laugardagur 15. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Björn segir skoðun Katrínar augljóslega ranga: „Öfga umræðutækni hjá pólitíkusum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þingmaðurinn knái Björn Leví Gunnarsson veltir fyrir sér orðum Katrín Jakobsdóttur, forsetaframbjóðanda og fyrrverandi forsætisráðherra, sem hún lét falla á forsetafundi Morgunblaðsins á Akureyri.

„Ef ég teldi að ég hefði svikið þjóðina þá væri ég ekki að gefa kost á mér í þetta embætti. Ég held að fólk hafi kynnst mér ágætlega sem stjórnmálamanni og viti ósköp vel að í stjórnmálum myndi ég alltaf gera það sem í raun og veru er gagnrýnt mest, það er að segja að leita lausna, leita málamiðlana, því að þannig virka lýðræðissamfélög,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á fundinum og telur Björn þetta vera mjög áhugaverða skoðun sem þarf að skoða betur.

„Í fyrsta lagi þá held ég að Katrín sé að segja dagsatt þarna. Hún telur sig ekki hafa svikið þjóðina og að svona virki lýðræðissamfélög. Vandinn er að þetta er skoðun en ekki staðreynd,“ skrifar Björn um málið á samfélagsmiðlinum Facebook.

Björn telur að miðað við skoðanakannanir þá sé ljóst mörgum hafi Katrín svikið eitthvað en þó ekki endilega þjóðina en mögulega þær væntingar sem fólk gerði til hennar og nefnir Björn samstarf Vinstri Grænna við Sjálfstæðisflokki og náttúruvernd. Þá segir að hann að skoðun Katrínar og þeirra sem eru á annarri skoðun geti báðar verið sannar.

Röng skoðun Katrínar

„Hitt er áhugaverðara, að svona virki lýðræðissamfélög. Þetta er fullyrðing en ekki skoðun og þessi skoðun er augljóslega röng. Svona virka lýðræðisríki meðal annars. En það skiptir alveg máli hvernig við leitum málamiðlana og til hverra. Það virkar nefnilega ekki þannig að þegar við leitum málamiðlana td í þjóðaratkvæðagreiðslu að við getum bara hunsað niðurstöðuna. Eða að við leitum bara málamiðlana með öðrum flokkum innan meirihluta… og ýmislegt þess háttar.

Ég geri mér svo sem grein fyrir að Katrín meinti þetta kannski nær því sem ég er að lýsa en verk ríkisstjórnar hennar báru þess ekki merki. Og það er kannski það helst sem fólki finnst vera svik. Mér finnst það allavega. Það er bara mín skoðun á þessu.

Smá viðbót: Að fara út í að segjast ekki hafa svikið þjóðina er klassíst öfga umræðutækni hjá pólitíkusum. Lang flestir eru ekkert að ásaka Katrínu um landráð eða eitthvað þvíumlíkt. Smá strámaður í þessu hjá henni. Mjög algengt. Annað dæmi finnst mér um vonbrigði…“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -