Föstudagur 26. apríl, 2024
2.6 C
Reykjavik

Björn skrifar fallegan pistil um eiginkonuna: „Viltu núna heyra af snilldinni í bókinni?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Birgisson segist eiga erfitt með að hlusta á aðra en hann hafði þó unun af að hlusta á eiginkonuna segja honum frá bók sem hún las.

Samfélagsrýnirinn skörulegi frá Grindavík, Björn Birgisson er vanur að skrifa nokkuð harðorða pistla á Facebook, þar sem hann gagnrýnir ýmislegt sem miður fer í samfélagi okkar. Í nýjustu færslu sinni brá hann þó út af vananum og skrifaði nokkuð fallega færslu og í raun sjálfsgagnrýni þar sem hann viðurkenndi að hann eigi stundum erfitt með að hlusta á aðra. Í pistlinum segir hann frá því hvað hann hafði mikla unun af að hlusta á konu sína segja honum frá bók sem hún hafði nýverið lesið. Megum við mörg draga lærdóm af færslu Björns og hlusta betur á aðra, annað er í raun dónaskapur. Færsluna má lesa hér fyrir neðan.

„Að hlusta – en heyra ekkert!

**********
– Þegar Fennir í sporin – er titill bókar eftir Steindór Ívarsson.
Ástríkur bókaforlag gaf út 2021.
**********
Af bókarkápunni:
Er rétt að rekja spor sín þegar fennt hefur í þau?
**********
Ingibjörg lestrarhestur tók þessa bók á bókasafninu.
Heillaðist algjörlega af innihaldinu og gat varla lagt hana frá sér fyrr en allir þræðir voru upplýstir og lágu fyrir.
En þræðirnir eru margir og spinnast snilldarlega og mynda heild sem kemur verulega á óvart.
**********
Í gærkvöldi fylgdi ég minni yndislegu konu til hvílu eins og sérhvert kvöld.
Hef það hlutverk að setja sérstaka augndropa í grænu augun hennar til að vernda þau og vinna gegn glákunni, sjúkdómi sem áður fyrr blindaði fólk, en er nú hægt að halda niðri.
**********
Bjössi minn, mig langar svo að segja þér frá frábærri bók sem var að ljúka við að lesa í kvöld!
Æi, ekki núna, ég þarf að ljúka við pistla sem ég er með í vinnslu, kannski bara á morgun!
Skynjaði vonbrigðin með svar mitt.
**********
Í morgun kom þetta „á morgun!“
Áttum brýnu erindi að sinna í ReykjavíK fyrir hádegið í dag.
Við Þorbjörninn sagði þessi elska; viltu núna heyra af snilldinni í bókinni?
Já, já, slökkti á útvarpinu og sviðið var hennar.
Hún naut þess að segja frá fólkinu í bókinni, lífi þess, hæðum og lægðum og svo örlögum þess og þeirra nánustu, nánast frá unglingsaldri til fullorðinsára þegar dauðinn kallaði á eitt þeirra.
**********
Ég skynjaði þörf hennar til að segja frá sinni upplifun og truflaði sem minnst, einbeitti mér frekar að því að hlusta og við það rann upp fyrir mér að mér lætur ekkert sérstaklega vel að hlusta á aðra!
Hef litla eirð í mér til þess, hugurinn er alltaf farinn út um víðan völl í leit að viðfangsefnum, þannig að ég hætti ósjálfrátt að heyra – án þess að láta viðmælandann vita af því!
Ekki í morgun.
Naut þess að fá innsýn í þetta snilldarverk – frá Þorbirninum og alla leið inn í Kópavog!
Vel rúmlega hálftími af Kilju Ingibjargar og ég virkilega naut þess að heyra hvernig hún lýsti upplifun sinni, hvernig hún skynjaði bókina.
Hvernig hún afgreiddi ýmislegt sem miður fór í bókinni út frá sínum heilbrigðu lífsviðhorfum og hvernig hún gat tekið þátt í lífshlaupi sögupersónanna með sína jákvæðni að vopni.
**********
Að hlusta – en heyra ekkert.
Hef svolítið verið þar.
Kannski verður breyting á því.
Vonandi!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -