Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.8 C
Reykjavik

Björn spyr Stefán: „Á almennt að semja við launþega með sérstöku tilliti til þess hvar þeir búa?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Birgisson spyr Stefán Ólafsson fyrrverandi prófessor spurninga varðandi kjarasamningsmál.

Samfélagsrýnirinn frá Grindavík, Björn Birgisson skrifar vinsælar færslur á Facebook-síðu sinni sem oftar en ekki hitta naglann á höfuðið að margra mati. Í nýlegri færslu veltir hann fyrir sér kröfum Eflingar í kjarasamningsviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins en þær kröfur byggja meðal annars á ráðleggingum Stefáns Ólafssonar fyrrum prófessors Háskóla Íslands. Þeim ráðleggingum er Björn ósammála og spyr prófessorinn fyrrverandi nokkurra spurninga. Færsluna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.

„Starfsheiður.

Þeir sem titla sig sem fræðimenn á einhverjum sviðum þurfa að sýna og sanna að það sé með réttu gert.

Hvernig?

Með fræðilegri hlutlausri umfjöllun um málefni á þeirra sérsviði og með ályktana- og tillögugerð sem stenst alla skoðun og reynist vera rökrétt en ekki einhverjir hugarórar til að friða þá sem greiða viðkomandi launin.

- Auglýsing -

Alvöru fræðimenn láta ekki frá sér pantaðar niðurstöður eða sérhannaðar tækifærisniðurstöður.

Efling stendur í ströngu og er að margra mati búin að mála sig illilega út í horn með afleiðingum sem enginn veit hverjar verða, en margir óttast hið versta.

Ástæðan?

- Auglýsing -

Forusta Eflingar byggir afstöðu sína meðal annars á útreikningum og ráðleggingum Stefáns Ólafssonar, fyrrverandi prófesors við Háskóla Íslands, um að Eflingarfólki beri hærri laun fyrir sömu vinnu vegna meiri kostnaðar við búsetu í Reykjavík en úti á landi.

Þá útreikninga dregur landsbyggðarfólk reyndar mjög í efa og undrast niðurstöðurnar.

Ef niðurstöður og ráðleggingar Stefáns Ólafssonar hvað þetta varðar eru rökréttar og jafnvel fordæmisgefandi í víðara samhengi þarf hann að geta svarað eftirfarandi spurningum:

* Á almennt að semja við launþega með sérstöku tilliti til þess hvar þeir búa, eða gildir það eingöngu fyrir félaga í Eflingu?

* Á hið opinbera, ríki og sveitarfélög, að semja við kennara og aðra starfsmenn með allt öðrum hætti í Reykjavík en á öðrum stöðum á landinu?

* Eiga þá háskólakennarar við Háskóla Íslands í Reykjavík að vera á hærri launum en kollegar þeirra við Háskólann á Akureyri eingöngu vegna búsetunnar og hærri framfærslukostnaðar í höfuðborginni?

* Á meginþema varðandi kjarasamningagerð að vera tengt búsetu, sérsamningar fyrir Reykjavík og síðan samið um eitthvað allt annað fyrir íbúa annars staðar á landinu?“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -