Sunnudagur 16. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Björn með ókeypis tónleika í garðinum sínum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gítarsnillingurinn Björn Thoroddsen mun halda tónleika í garðinum hjá sér í suðurbæ Hafnarfjarðar næsta laugardag, þann 22. júlí, klukkan 15:00.

Þetta er þriðja árið í röð sem hann heldur tónleika með þessu sniði en hugmyndin spratt skömmu eftir að hann og kona hans fluttu aftur í Hafnarfjörðinn en honum fannst hann þurfa að gera eitthvað gersamlega út úr Q.

Í ár stígur hann á stokk ásamt hljómsveit sinni sem ber heitið Gammar. Hljómsveitina stofnaði Björn árið 1982 en í dag, auk hans sjálfs, er hún skipuð Þóri Baldurs sem lék meðal annars með Savanna-tríóinu, Stefáni Stefánssyni saxófónleikara, Bjarna Sveinbjörnssyni bassaleikara og Fúsa Óttars trymbli en sérstakur gestur þeirra verður Jóhann Helgason. Það er því ljóst að hér er um einvalalið hljóðfæraleikara að ræða.

Björn segir að tónleikarnir séu fyrst og fremst til gamans, enginn aðgangseyrir verði innheimtur og því geta tónlistarþyrstir mætt með tóma vasa klukkan 15:00 að Hringbraut 63 í Hafnarfirði.

Mynd / Ásta Magg

Tónleikar í garðinum hjá Birni hafa alltaf verið prýddir frábæru tónlistarfólki og má þá nefna Unni Birnu söngkonu og fiðluleikara, Heru Björk söngkonu, Björn „Mínus“ Stefánsson trommara, Hálfdán Árnason bassaleikara og Svein Larsson trommuleikara sem lék meðal annars með Ævintýri og Bendix.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -