Laugardagur 14. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Blindur 48 ára hjólabrettakappi á Akureyri lætur drauminn rætast: „Ekki lengur hræddur “

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinn hollenski Richard Bouman lætur hvorki aldur né lögblindu stoppa sig en hann tók ákvörðun nýlega að verða hjólabrettakappi.

„Það hefur verið reynt að telja mig á að fara ekki á hjólabretti og ég hef verið hræddur. En á síðasta ári lenti ég í bílslysi og það breytti mörgu hjá mér,“ sagði Richard Bouman í viðtali við RÚV. „Það hvatti mig til að láta drauma mína rætast.“

Richard, sem fæddist með sjónskerðingu, hefur búið á Íslandi áratug en hann segist vera með 20% sjón á hægra auga og litla sem enga sjón á því vinstra. Það þýðir að hann hefur ekkert dýptarskyn. Það hefur lengi verið draumur hans að renna sér á hjólabretti en foreldrar hans gáfu honum hjólabretti þegar hann var barn. Hann gafst þó upp eftir að hafa dottið í fyrstu ferð sinni.

„Alla ævi fær maður að heyra að maður sé ekki nógu góður í samanburði við aðra,“ sagði Richard. „Að sigrast á því er einhvers konar mottó hjá mér. Það hefur ekki stjórnað lífi mínu að ég sé ekki.“

„Ef þú átt þér draum, kýldu á hann,“ sagði Hollendingurinn rennandi. „Ég er gamall og blindur, hver er þín afsökun?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -