Laugardagur 27. apríl, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Blönduð stemmning á mótmælum við Kópavogsvöll – Gríðarleg löggæsla

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Um fjörutíu mótmælendur mættu við Kópavogsvöll til að mótmæla komu ísraelska knattspyrnuliðsins Maccabi Tel Aviv en liðið lék við Breiðablik í dag. Um fjórir mættu til stuðnings Ísrael.

Stemmningin fyrir utan Kópavogsvöll var hvorutveggja blandin gleði og reiði, ef svo má að orði komast. Þar höfðu safnast saman um 40 manns til stuðnings Palestínu og gegn Ísrael á meðan um fjórir einstaklingar mættu með fána Ísraels í hönd. Fjöldinn hefði eflaust verið meiri ef leikurinn hefði farið fram í kvöld eins og upprunalega stóð til en ekki klukkan 13, þegar flestir eru enn við vinnu. Það sama má segja um fjölda áhorfenda en aðeins var setið í um helming sæta á Kópavogsvelli en sölu á miðum á leikinn var hætt í gær, án útskýringar. Mótmælin fóru friðsamlega fram en þó kom til snarpra orðaskipta á milli hópanna stöku sinnum.

Gríðarleg löggæsla var á svæðinu en fjölmargir lögreglumenn voru á svæðinu, sem og öryggisgæsla frá Ísrael og sérsveit ríkislögreglustjóra.

Mikil löggæsla var við mótmælin

Þrátt fyrir að spiluð var glaðvær tónlist frá Palestínu í hátalara og fólk hafi stigið tignanlegan dans í vetrarfrostinu, mátti greina undirliggjandi gremju, reiði jafnvel enda virðist ekkert lát á árásum ísraelska hersins á Gaza og á Vesturbakkanum. Að sögn lögreglumanns sem Mannlífs talaði við hafði lögreglan ekki þurft að hafa afskipti af neinum en blaðamaður miðilsins tók eftir litlum skærum á milli hópanna, aðallega hróp og köll og ögranir en ekkert umfram það.

- Auglýsing -

Röðuðu mótmælendur sér við grindverk sem liggur í kringum völlinn og hrópuðu þaðan slagorð til stuðnings Palestínu og spiluðu arabíska tónlist á hæsta styrk.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -