Miðvikudagur 17. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Boða skyndimótmæli við Alþingi í kvöld: „Yfirlætislegar afsakanir stjórnvalda standast enga skoðun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skyndimótmæli hafa verið boðuð fyrir utan Alþingi í kvöld, þegar Eldhúsdagsumræður fara fram innandyra.

Félagið Ísland-Palestína boðar til skyndimótmæla við Alþingishúsið klukkan 19:30 í kvöld en þá fara fram Eldhúsdagsumræður, sem marka þinglokum fyrir sumarfrí. Sendi félagið eftirfarandi fréttatilkynningu á fjölmiðla:

Í kvöld verða haldnar Eldhúsdagsumræður á Alþingi, þar sem þinginu eru að ljúka. Leyfum ekki stjórnmálafólkinu að fara í sumarfrí án þess að hafa tekið til alvöru aðgerða gegn þjóðarmorði.
Mætum með fána, skilti og læti og krefjumst þess að stjórnvöld grípi til alvöru aðgerða gegn þjóðarmorði!

Þrátt fyrir sögulega viðurkenningu Íslands á Palestínu árið 2011 hafa stjórnvöld brugðist þegar kemur að því að standa með mannréttindum.
Viðvarandi stækkun ísraelskra landnemabyggða, herkvíin á Gaza og stöðugar árásir ísraelska hersins og landræningja á saklausa palestínumenn er vandamál sem að íslensk stjórnvöld hafa meðvitað ákveðið að hunsa.

Ef íslensk stjórnvöld ætla að láta taka sig alvarlega þegar þau segjast standa með mannréttindum og alþjóðalögum, er það skýlaus krafa að Ísland beiti viðskiptaþvingunum gegn Ísrael. Viðskiptaþvinganir eru öflugt tæki til að beita þrýstingi á ríki sem ítrekað brjóta alþjóðleg lög og mannréttindi. Skortur á refsiaðgerðum gegn Ísrael er hryllileg vanræksla í utanríkisstefnu landsins en refsiaðgerðir myndu ekki aðeins gefa til kynna skuldbindingu Íslands við réttlætið og framfylgni við alþjóðalög heldur einnig stuðla að víðtækari alþjóðlegri viðleitni til að draga Ísraela til ábyrgðar fyrir gjörðir sínar. Það skref er bæði nauðsynlegt og siðferðilegt. Með því að beita refsiaðgerðum myndi Ísland sýna að hún með palestínsku þjóðinni í samstöðu með baráttu þeirra fyrir frelsi og sjálfsákvörðunarrétti. Íslandi ber skylda til að bregðast við með afgerandi hætti, nýta áhrif sín til að efla mannréttindi og styðja málstað Palestínumanna.

Yfirlætislegar afsakanir íslenska stjórnvalda um ástæður þess að þau beiti ekki viðskiptaþvingunum standast enga skoðun og eru eingöngu settar fram til að afvegaleiða umræðuna. Ísland getur beitt refsiaðgerðum gegn Ísrael sé pólitískur vilji til. Slíkar aðgerðir eru siðferðisleg skylda allra landa sem vilja vera tekin alvarlega í mannréttindamálum.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -