Laugardagur 15. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Bragi Páll birtir þýðingu á ljóði skálds frá Palestínu: „Við verðskuldum betri dauða“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bragi Páll Sigurðarson rithöfundur þýddi ljóð eftir palestínska ljóðskáldið Mosab Abu Toha og birti á Facebook.

Rithöfundurinn Bragi Páll Sigurðarson gerði sér lítið fyrir og þýddi nýtt ljóð eftir ljóðskáldið Mosab Abu Toha, frá Palestínu, sem gengið hefur í gegnum algjört helvíti, eins og aðrir Gazabúar, frá því í október, þó svo að hræðileg meðferð á Palestínubúum hafi staðið yfir í áratugi. Bragi Páll segir frá raunum Mosab í nýrr Facebook-færslu og birtir þýðingu sína á nýlegu ljóði eftir skáldið. Með ljóðinu birti hann teiknaða mynd af karlmanni halda á höfuðlausu barni en myndin er teiknuð eftir hryllingsmyndskeiði sem birtist frá Rafah í gær, eftir enn eina hrottafengna árás Ísraelshers, sem skildi hátt í 50 manns eftir í valnum, flestir þeirra konur og börn. Á teiknuðu myndinni vex þó blóm úr hálsi barnsins.

Hér má lesa færsluna í heild sinni og ljóðið:

„Í október í fyrra, skömmu eftir að þjóðarmorðið í Palestínu hófst, flúði ljóðskáldið Mosab Abu Toha heimili sitt með fjölskyldu sinni, konu og börnum. Þau settust að í Jabaliya flóttamannabúðunum. Nokkrum dögum síðar var Mosab handtekinn ásamt nokkur hundruð öðrum saklausum borgurum, barinn, sveltur og niðurlægður dögum saman. Þegar honum var sleppt var svo búið að sprengja húsið hans. Nokkrum vikum seinna myrtu Zíonistar góðvin hans Refaat Alareer. Hann lét hafa eftir sér nýlega „Á Gaza er dauðinn öruggari en lífið.“

Hann hefur skrifað pistla og ljóð undanfarin ár, en ég henti í þýðingu á einu af hans nýjustu ljóðum „We deserve a better death“ sem mér finnst ramma ágætlega inn viðbjóðinn, firringuna og sinnuleysi alþjóða samfélagsins en jafnframt ótrúlega þrautseigju Palestínsku þjóðarinnar.
***
Við verðskuldum betri dauða
Við verðskuldum betri dauða.
Líkamar okkar eru afmyndaðir og undnir,
útsaumaðir með kúlum og sprengjubrotum.
Nöfnin okkar borin vitlaust fram
í útvarpi og sjónvarpi.
Myndirnar sem þekja veggi bygginganna okkar,
dofna og fölna.
Áletranirnar á legsteinunum okkar hverfa,
þaktar í skít fugla og skriðdýra.
Enginn vökvar tréin sem varpa skugga
á grafir okkar.
Logandi sólin hefur yfirbugað
rotnandi líkama okkar.

-Mosab Abu Toha“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -