Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.9 C
Reykjavik

Bragi Páll kemur með nýja bók í haust: „Þetta verður svona Kid A bókin mín“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bragi Páll Sigurðarsson rithöfundur skrifaði í dag undir samning við Sögur útgáfa en mun ný bók eftir Braga líta dagsins ljós á haustmánuðum.

Bragi Páll kom eins og stormsveipur inn í bókmenntaheiminn fyrir nokkrum árum með frumraun sinni, Austur. Í fyrra gerði hann allt vitlaust með bók sinni Arnaldur Indriðason deyr en lenti höfundurinn meðal annars í ritdeilu við Guðmund Andra Thorsson sem þótti lýsingar á drápi Arnalds heldur of viðbjóðsleg.

Saga útgáfa tilkynnti um samninginn við Braga Pál í dag á Facebook:

„Einn af mest spennandi höfundum síðustu ára er án alls vafa Bragi Páll Sigurðarson. Með bókunum Austur, sem nú er verið að færa til kvikmyndahandrits og Arnaldur Indriðason deyr (sem verður vonandi ekki kvikmynduð ) hristi Bragi allverulega upp í íslenskri bókmenntaflóru. Engin lát verða á þeim skjálfta því Bragi Páll skrifaði undir útgáfusamning næstu bókar á dögunum og er hún væntanleg með haustskipunum. Við hlökkum til!“

Mannlíf hafði samband við Braga Pál og spurði hvort hann gæti sagt eitthvað um nýju bókina.

„Get voða lítið sagt, nema að þetta verður svona Kid A bókin mín, veldur líklega öllum vonbrigðum í fyrstu en eftir nokkra áratugi munu fólk viðurkenna í laumi, löngu eftir miðnætti á Ölstofunni, að hún eigi nokkra góða spretti“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -