Þriðjudagur 21. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Bryndís Schram sakar Pál um lygar: „Ég trúi varla mínum eigin augum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég trúi varla mínum eigin augum,“ skrifar Bryndís Schram í pistli sem birtist á Vísi í morgun. Þar segir hún Pál Magnússon, frænda hennar og þjóðþekktan fjölmiðlamann, hafa logið í viðtali sem Sölvi Tryggvason tók við hann á dögunum.

„Í viðtalinu er Páll að hæla sjálfum sér fyrir að hafa staðið dyggan vörð um ritstjórnarlegt sjálfstæði sitt gagnvart eigendum/útgefendum. Gott, ef hann er ekki að lýsa sjálfum sér sem brautryðjanda í rannsóknarblaðamennsku. En dæmið sem hann tekur, rennir ekki beinlínis stoðum undir sjálfshólið: Síendurteknar lygafréttir hans um, að Jón Baldvin – þá fjármálaráðherra – hafi látið skattgreiðendur borga veislu í tilefni af 50 ára afmæli mínu. Rannsókn Ríkisendurskoðunar leiddu í ljós, að þetta var og er tilhæfulaust með öllu. Bara rógur,“ skrifar Bryndís ósátt.
Þá segir hún staðreyndina vera að eftirmaður Jóns Baldvins, eiginmanns hennar, hafi komist á snoðir um tvær nótur um áfengisúttektir  á meðan hann var ráðherra. Eftirmaðurinn hafi laumað nótunum til fréttamanns með ábendingu um að nóturnar væru tímasettar um svipað leyti og afmælisveisla Bryndísar.

„Þetta byrjaði sem sé sem venjulegt pólitískt baktjaldamakk til að koma höggi á andstæðing. Um leið var þetta rakið tilefni til rannsóknarblaðamennsku – til að gegna í verki hlutverki fjölmiðla um að veita valdhöfum viðeigandi aðhald. Hvernig? Með því að bera saman úttektarnótur ráðuneytisins og tiltæk gögn um kostun veislunnar.“ Segir Bryndís sem er allt annað en ánægð með Pál Magnússon. Pistilinn má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -