Breski auðkýfingurinn Sir Jim Ratcliffe, sem er þekktur jarðarsafnari á Norðausturlandi er hvergi nærri hættur hvað jarðarkaup varðar hér á landi; Ratcliffe hefur nú fest kaup á jörðinni þar sem útvarpskonan Gunna Dís ólst upp ásamt með fjölskyldu sinni í Vopnafirði.
Þetta kom fyrst fram hjá Eiríki Jónssyni.
Auðkýfingurinn eldhressi hyggst byggja svakalega sumarhöll í ansi hreint mögnuðum stíl, sem jafnast mun á við það sem breska yfirstéttin hefur gert um aldir. Og verður forvitnilegt að sjá.
Eins og margoft hefur komið fram þá mun Gísli Marteinn Baldursson ekki lýsa Eurovision að þessu sinni; við keflinu tók Gunna Dís sem nú undirbýr sig fyrir Eurovision – þar verður hún kynnir í fyrsta og mögulega ekki síðasta sinn.