Miðvikudagur 9. október, 2024
0.8 C
Reykjavik

Dæmdur vegna banaslyss – Talinn hafa sofnað undir stýri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Héraðsdómur Vesturlands dæmdi fyrr í mánuðinum karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi vegna banaslyss á Snæfellsnesvegi þann 17.júlí. Auk þess var maðurinn sviptur ökuréttindum í hálft ár. Maðurinn var ákærður fyrir að aka bifreið „án nægi­legs til­lits og varúðar” sem varð til þess að hann ók yfir á rangan vegarhelming. Maðurinn var einnig talinn hafa verið ófær um að stjórna ökutækinu vegna þreytu.

Bifreið sem ekið var í suðurátt skall framan á bifreið ákærða en slóvenskur ríkisborgari lést samstundis. Auk þess slösuðust tveir aðrir slóvenskir ríkisborgarar og tveir bandarískir ríkisborgarar sem voru í bifreið ákærða. Maðurinn kvaðst ekki muna eftir árekstrinum og taldi eiginkona hans líklegt að hann hefði sofnað undir stýri. Manninum var gert að greiða 1,5 milljónir króna í miskabætur, málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun skipaðs réttargæslumanns allra brotaþola í málinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -