Mánudagur 20. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Dagur segir fréttaflutning Maríu Sigrúnar og RÚV rangan: „Kannski var það gott sjónvarp“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikil spenna ríkti hjá mörgum þegar innslag Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur, fréttakonu RÚV, um bensínstöðvalóðir í Reykjavík var sýnt í Kastljósi. Upphaflega stóð til að sýna innslagið í rannsóknarblaðamennskuþættinum Kveik en upp kom ágreiningur milli Maríu og yfirmanna hennar í Kveik og var hún látin fara frá þættinum. Greint var þó frá því að mögulega yrði innslagið sýnt í Kastljósi.

Samsæriskenningasmiðir gripu boltann á lofti og fóru að tala um þöggun og vináttu útvarpsstjóra við Dag B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóra. Innslagið hefur nú verið sýnt og virðast Reykvíkingar nokkuð tvískiptir í afstöðu sinni en innslagið fjallar um að Reykjavíkurborg sé í raun að gefa eigendum bensínstöðva í borginni milljarða króna að óþörfu. Annar hópurinn telur um meiri háttar uppljóstrun hafi verið að ræða sem kallar á afsögn Dags B. Eggertssonar meðan hinn hópurinn telur innslagið vera alvarlega gallað og sett villandi fram. Þá hefur Reykjavíkurborg gert alvarlegar athugasemdir við innslagið en Baldvin Þór Bergsson, ristjóri Kastljóss, hafnar þeim athugasemdum

Dagur svarar fyrir sig

Dagur B. Eggertsson setti inn mjög langa færslu fyrr í dag á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem hann tjáir sig um málið og hann er vægast sagt ósammála fréttaflutningi RÚV.

„Ég var spurður að því af Friðjóni Friðjónssyni í borgarstjórn í gær hvað mér hefði þótt um framsetningu Kastljós-þáttar Maríu Sigrúnar sem sýndur var á mánudagskvöld og hefur verið mikið til umræðu. Ég legg út af fyrir sig ekki í vana minn að gefa fjölmiðlum einkunnir – þótt ég viðurkenni að Morgunblaðið hefur á köflum verðskuldað setningu eða tvær. Ég hef þess vegna setið á mér að tjá mig um Kastljós og viljað gefa fréttastofu Rúv færi á að leiðrétta sumt af því sem þar var sett fram. Það virðist þó eitthvað djúpt á þeim leiðréttingum og þess vegna rakti ég augljósustu atriðin í því í ræðu í borgarstjórn. Ég lá heldur ekki á því að mér fannst framsetningin einhliða og ýkjukennd og þar með og því miður í mikilvægum atriðum röng. Það var svo undarleg upplifun að vera kynntur til leiks í myrku herbergi undir sorglegri eða dramatískri fiðlutónlist þar sem ég virtist vera að benda á eitthvað á blaði sem alls ekki væri þar. Ég sé að Staksteinar Morgunblaðsins telja þessa senu hina merkilegustu og hafa komið neyðarlega út fyrir mig. Fallegt og gott að geta glatt Moggann,“ skrifar borgarfulltrúinn.

„Kannski var það gott sjónvarp – drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir – en varla merkileg fréttamennska. Kastjós á ekki að vera Staksteinar. Ég læt tölvupóstinn til Maríu Sigrúnar með hinni tilvitnuðu grein úr samningsmarkmiðunum og erindisbréfi samninganefndar – úr gögnum borgarráðs frá 9. maí 2019 fylgja með. Hann var sendur henni sama dag og viðtalið fór fram þannig að ekki gæti farið á milli mála að hún vissi hvað væri hið sanna í málinu, sama hvernig framsetning hennar á endanum yrði.“

- Auglýsing -

Hægt er að lesa alla færslu Dags hér fyrir neðan

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -